Mögulegt verkfall hljóðfæraleikara 28. september
Hljóðfæraleikarar Sinfóníuhljómsveitar Íslands samþykktu í byrjun september að boða til verkfalls, en kjaradeilunni var vísað til ríkissáttasemjara í júní. Fyrsta vinnustöðvunin er fyrirhuguð 28. september en verið er að leita allra leiða til að ekki komi til verkfalls.
Hægt er að fylgjast með fréttum af gangi mála hér á vefnum og í fjölmiðlum. Ef til verkalls kemur verður þeim sem hafa keypt miða á tónleikana boðið að koma á aðra tónleika eða að fá miðana endurgreidda í miðasölu Hörpu.