EN

14. mars 2021

Hjúpur Hörpu í Grammy-búning

Harpa var í sparifötunum á sunnudagskvöldið í tilefni af því að Sinfóníuhljómsveit Íslands og Daníel Bjarnason voru tilnefnd til hinna virtu Grammy-verðlauna í flokknum Besti hljómsveitarflutningur (Best Orchestral Performance) fyrir diskinn Concurrence.

Grammy-verðlaunin eru afhent sunnudaginn 14. mars kl. 19 á íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með athöfninni í beinni útsendingu á www.grammy.com.

Myndband af hjúp Hörpu þar sem Grammy-tilnefningu Sinfóníunnar og Daníels er fagnað.

Boðið verður til sannkallaðrar Grammy-veislu í Eldborg fimmtudaginn 18. mars þar sem hljómsveitin flytur tvö verk af hinum tilnefnda diski undir stjórn Daníels Bjarnasonar. Einnig hljómar í fyrsta sinn á Íslandi fiðlukonsert Daníels með Pekka Kuusisto í einleikshlutverkinu