EN

29. október 2024

Hljóðritun frá tónleikum Yo-Yo Ma og Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Hljóðritun frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands fimmtudaginn 24. október síðastliðinn með sellóleikaranum Yo-Yo Ma er aðgengileg í nokkra daga inni á spilara RÚV. Athugið að einungis er hægt að hlusta á upptökuna innanlands. Á tónleikunum lék Yo-Yo Ma einleik með hljómsveitinni í sellókonserti Elgars auk þess sem tónverkið Fact of the Matter eftir Hildi Guðnadóttur var frumflutt á Íslandi. Á efnisskrá voru einnig svítur Stravinskíjs úr Petrushku. Hljómsveitarstjóri var Eva Ollikainen.

Hér má hlusta á upptökuna