EN

4. febrúar 2022

Nýjar dagsetningar kynntar

Í byrjun janúar reyndist óhjákvæmilegt vegna stöðu faraldursins að fresta eða aflýsa tónleikum og viðburðum hljómsveitarinnar sem upphaflega voru á dagskrá í janúar og febrúar. Það gleður okkur að tilkynna að í ljósi nýjustu afléttinga á samkomutakmörkunum getur hljómsveitin nú haldið tónleikana Shostakotvisj og Barber í Rauðu röðinni þann 17. febrúar og Vínartónleika dagana 24. 25 og 26. febrúar. 

Strauss og Shostakovitsj fara nú fram 17. febrúar kl. 19.30 – áður 20. janúar kl. 19.30.

Vínartónleikar fara fram á eftirfarandi dagsetningum:

Fimmtudaginn 24. febrúar kl. 19.30 – áður 6. janúar kl. 19.30
Föstudaginn 25. febrúar kl. 19.30 – áður 7. janúar kl. 19.30
Laugardaginn 26. febrúar kl. 16.00 – áður 8. janúar kl. 16.00
Laugardaginn 26. febrúar kl. 19.30 – áður 8. janúar kl. 19.30