EN

8. febrúar 2022

Skólatónleikunum Töfraflautan eftir Mozart aflýst

Sökum samfélagsaðstæðna var Sinfóníuhljómsveit Íslands ekki unnt að flytja Töfraflautuna eftir Mozart eins og til stóð vikuna 7.-12. febrúar. Skólatónleikum og fjölskyldutónleikum sem fyrirhugaðir voru í byrjun febrúar er frestað fram á næsta starfsár 2022-2023. Tónleikarnir verða auglýstir á vef hljómsveitarinnar þegar dagsetning liggur fyrir og þurfa kennarar og skólastjórnendur að endurbóka sína hópa á viðburðinn þegar þar að kemur.