Sinfóníukvöld í Sjónvarpinu
Upptaka frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands með píanóleikaranum Kirill Gerstein eru á dagskrá RÚV í kvöld kl. 20:44. Á efnisskrá er þriðji píanókonsert Rakhmanínovs og blue cathedral eftir Jennifer Higdon. Hljómsveitarstjóri er Stéphane Denève.
Tónleikarnir fóru fram fyrir fullu húsi í Eldborg 26. október síðastliðinn.
Smelltu hér til þess að horfa á tónleikana.