EN

2. ágúst 2023

Stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands lætur af störfum

Stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands lét af störfum 31. júlí síðastliðinn. Stjórnina skipuðu Sigurður Hannesson, formaður, Herdís Þórðardóttir, Oddný Sturludóttir, Friðjón R. Friðjónsson og Hávarður Tryggvason. Sinfóníuhljómsveit Íslands þakkar stjórnarmeðlimum fyrir vel unnin störf.

Stjórnin er skipuð af menningarmálaráðherra til fjögurra ára í senn. Stjórnarmenn eru tilnefndir af menningarmálaráðuneyti, Reykjavíkurborg, fjármálaráðuneyti og starfsmannafélagi hljómsveitarinnar. Skipunartími nýrrar stjórnar er frá 1. ágúst 2023 til og með 31. júlí 2027.

Á myndinni sjást frá vinstri: Lára Sóley Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Hávarður Tryggvason, Herdís Þórðardóttir, Sigurður Hannesson, Oddný Sturludóttir og Friðjón R. Friðjónsson.