EN

28. september 2019

Beint streymi frá skólatónleikum Sinfóníunnar 4. október kl. 11:00

Boðið verður upp á streymi frá skólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands hér á vef hljómsveitarinnar föstudaginn 4. október kl. 11:00. Tónleikagestum er boðið í tímaflakk í tónheimum þar sem Sinfóníuhljómsveitin flytur sig eftir tímaás tónlistarsögunnar og staldrar við merk kennileiti. Streymið er öllum skólum opið og án endurgjalds. Slóð hér að neðan færir ykkur tónleikana heim í stofu.

Leiðsögumenn í þessum magnaða leiðangri um undraveröld tónlistarinnar eru Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Guðmundur Felixson. Þau leiða hlustendur á öllum aldri á lifandi hátt um lendur og dali, klífa hæstu tinda og kanna dulúðugar sögusagnir um vatnaskrímsli og goðsagnir á þurru landi. Bandaríski hljómsveitarstjórinn Michelle Merill mundar tónsprotann en hún er þekkt fyrir störf sín með ungum hlustendum og hefur stýrt fjölmörgum menntaverkefnum og tónleikum.

Slóð á streymið: www.sinfonia.is/bein-utsending

Lesa meira um tónleikana