Tónleikar í apríl komnir í sölu
Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur hafið sölu á tónleikum í aprílmánuði. Boðið verður upp á sannkallaða tónlistarveislu með glæsilegum fiðlukonsertum eftir Mendelssohn og Prokofíev, sinfóníum eftir Beethoven, Ives og Tsjajkovskíj, ásamt nýjum verkum eftir Önnu Þorvaldsdóttur, Caroline Shaw og þrjú ung og efnileg íslensk tónskáld. Tónleikum hljómsveitarinnar verður útvarpað í beinni útsendingu á Rás 1 líkt og vanalega.
Tónleikar framundan
Mahler nr. 4 – 25. mars
Mendelssohn og Beethoven – 9. apríl
Tsjajkovskíj og Prkofíev – 15. apríl
Uppskerutónleikar Ung-Yrkju – 23. apríl
Veittur er 20% afsláttur af miðaverði ef keyptir eru miðar á tvenna tónleika eða fleiri. Tryggðu þér miða í tíma – takmarkað sætaframboð.
- Eldri frétt
- Næsta frétt