Tryggvi M. Baldvinsson ráðinn í starf listræns ráðgjafa
Tryggvi M. Baldvinsson hefur verið ráðinn í starf listræns ráðgjafa hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Tryggvi er tónskáld og fyrrum forseti tónlistardeildar Listaháskóla Íslands. Hann stundaði nám í tónsmíðum og píanóleik við tónfræðadeild Tónlistarskólans í Reykjavík og síðar framhaldsnám í tónsmíðum og tónfræði við Konservatoríuna í Vínarborg. Tryggvi hefur starfað sem kennari í tónsmíðum og ýmsum tónfræðagreinum við Tónlistarskólann í Reykjavík og tónlistardeild LHÍ frá stofnun hennar, þar til hann tók við stöðu deildarforseta árið 2014. Tryggvi hefur störf hjá hljómsveitinni þann 1. ágúst.