EN

14. október 2019

Tvennir opnir hádegistónleikar

Sinfóníuhljómsveit Íslands býður upp á tvenna ókeypis hádegistónleika föstudaginn 18. október og fimmtudaginn 31. október í Hörpu. Tónleikarnir eru tilvalin tónlistarstund í hádeginu og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Föstudaginn 18. október kl. 12 leika strengjaleikarar hljómsveitarinnar barokktónlist í Norðurljósum undir stjórn enska fiðluleikarans Matthews Truscott, sem hefur getið sér gott orð sem konsertmeistari upprunasveitarinnar Orchestra of the Age of Enlightenment. Barokktónlist hefur hátíðlegan blæ og þótt hún sé ekki meðal hinna daglegu verkefna stórra sinfóníuhljómsveita er ávallt gleðiefni þegar hún fær sitt rými á efnisskránni. Hér má lesa meira um tónleikanna.

Á hádegistónleikunum hljóma tvö yndisleg barokkverk eftir Händel og Corelli

Á seinni hádegistónleikunum fimmtudaginn 31. október kl. 11:45 flytur hljómsveitin verk eftir Tsjajkovskíj og Önnu Þorvaldsdóttur undir stjórn Daníels Bjarnasonar en tónleikarnir eru upphitun fyrir tónleikaferð hljómsveitarinnar til Þýsklands og Austurríkis. Hér má lesa meira um tónleikana.

 

Á tónleikunum hljóma tvö verk sem hljómsveitin flytur á
tónleikaferð sinni um Þýskaland og Austurríki