EN

Tónleikar & miðasala

mars 2019

Tjáning tregans 1. mar. 18:00 Norðurljós | Harpa

Kaupa miða

Barnastund Sinfóníunnar 9. mar. 11:30 Norðurljós | Harpa

 • Efnisskrá

  Hressileg og fjörmikil dagskrá ásamt sígildum lögum og söngvum sem styttir biðina eftir vorinu.

 • Kynnir

  Hjördís Ástráðsdóttir og
  Sigurður Þór Óskarsson

Aðgangur ókeypis

Hellekant og Bjarni Frímann (áður: Von Otter og Tortelier) 21. mar. 19:30 Eldborg | Harpa

Tónleikakynning » 18:00
Kaupa miða

Mendelssohn og Beethoven 28. mar. 19:30 Eldborg | Harpa

Fiðluleikarinn Judith Ingólfsson er dóttir Ketils Ingólfssonar stærðfræðings og tók fyrstu skrefin í tónlistinni sem nemandi í Tónmenntaskóla Reykjavíkur. Hún sigraði í Alþjóðlegu fiðlukeppninni í Indianapolis árið 1998 og gagnrýnandi New York Times líkti leik hennar við kraftmikla flugeldasýningu. Judith er nú prófessor í fiðluleik við Tónlistarháskólann í Stuttgart og það er sannkallað gleðiefni að hún skuli leika einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands eftir langt hlé. Fiðlukonsert Mendelssohns er líka ótvíræður gleðigjafi, léttur og leikandi en líka tilþrifamikill og gefur einleikaranum færi á að sýna hinar ólíku hliðar hljóðfærisins.

Sjöunda sinfónía Beethovens er ein sú fjörugasta sem hann samdi. Wagner kallaði hana „fullkomnun dansins“ og sérstökum vinsældum hefur annar kafli verksins náð, en hann hljómaði meðal annars í kvikmyndinni vinsælu The King's Speech. Sir Malcolm Sargent var einn fremsti hljómsveitarstjóri Bretlands á 20. öld en var jafnframt prýðilegt tónskáld. Svipmynd hans í tónum af gustríkum degi hljómaði á Last Night of the Proms-tónleikunum 2017 undir stjórn Sakaris Oramo og létu gagnrýnendur allir sem einn í ljós undrun sína á því að svo frábær tónsmíð skyldi nærri hafa fallið í gleymsku.

 • Efnisskrá

  Malcolm Sargent Impression on a Windy Day
  Felix Mendelssohn Fiðlukonsert
  Ludwig van Beethoven Sinfónía nr. 7

 • Hljómsveitarstjóri

  Yan Pascal Tortelier

 • Einleikari

  Judith Ingólfsson

Tónleikakynning » 18:00
Kaupa miða

Dansandi sinfónía 29. mar. 18:00 Norðurljós | Harpa

 • Efnisskrá

  Bergrún Snæbjörnsdóttir Skin In
  Ludwig van Beethoven Sinfónía nr. 7

 • Hljómsveitarstjóri

  Bjarni Frímann Bjarnason

Kaupa miða