Dagsetning | Staðsetning | Verð |
---|---|---|
20. maí 2021 » 19:30 - 21:30 | Eldborg | Harpa | Miðasala ekki hafin |
-
Efnisskrá
Einleikarar og efnisskrá tónleikanna verður tilkynnt síðar
-
Hljómsveitarstjóri
-
Einleikarar
Íris Björk Gunnarsdóttir söngur
Jóhanna Brynja Ruminy fiðla
Jón Arnar Einarsson básúna
Marta Kristín Friðriksdóttir söngur
Framtíð tónlistarlífs á Íslandi hvílir á herðum þeirra ungu hljóðfæraleikara, söngvara og tónskálda sem um þessar mundir taka sín fyrstu skref á stóra sviðinu. Það er sérstakt tilhlökkunarefni þegar framúrskarandi ungmenni stíga fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands og njóta árangurs þrotlausrar vinnu. Í salnum sitja fjölskylda og vinir sem hafa fylgst með tónlistarnáminu um margra ára skeið og fagnaðarlætin í Eldborg eru aldrei einlægari en á þessum skemmtilegu og spennandi tónleikum.
Einleikarar á tónleikunum eru valdir í samkeppni sem fram fer í samstarfi við Listaháskóla Íslands í nóvember 2020. Efnisskrá verður tilkynnt hér á heimasíðu Sinfóníuhljómsveitarinnar um leið og úrslit liggja fyrir.
Námsmenn yngri en 25 ára og tónlistarnemar geta keypt miða á 1.800 kr. gegn framvísun Skólakorts Sinfóníunnar í miðasölu Hörpu.