EN

Ungir einleikarar

Tryggðu þér besta verðið með 20% afslætti með því að kaupa miða á ferna tónleika eða fleiri – Regnbogakort
Dagsetning Staðsetning Verð
20. maí 2021 » 20:00 » Fimmtudagur Eldborg | Harpa 2.600 - 4.600 kr.
Hlusta

Framtíð tónlistarlífs á Íslandi hvílir á herðum þeirra ungu hljóðfæraleikara, söngvara og tónskálda sem um þessar mundir taka sín fyrstu skref á stóra sviðinu. Það er sérstakt tilhlökkunarefni þegar framúrskarandi ungmenni stíga fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands og njóta árangurs þrotlausrar vinnu. Í salnum sitja fjölskylda og vinir sem hafa fylgst með tónlistarnáminu um margra ára skeið og fagnaðarlætin í Eldborg eru aldrei einlægari en á þessum skemmtilegu og spennandi tónleikum.

Einleikarar á tónleikunum voru valdir í samkeppni sem fór fram í samstarfi við Listaháskóla Íslands í haustið 2020. Sigurvegarar í keppninni að þessu sinni voru Íris Björk Gunnarsdóttir söngkona, Johanna Brynja Ruminy fiðluleikari, Jón Arnar Einarsson básúnuleikari og Marta Kristín Friðriksdóttir söngkona.

Skólakort Sinfóníunnar
Námsmenn yngri en 25 ára og tónlistarnemar geta keypt miða á 1.800 kr. með Skólakorti Sinfóníunnar. Nánar um skólakortið hér.

Kaupa miða með Skólakorti

 


Takmarkað sætaframboð á tónleikana

Í samræmi við sóttvarnarlög er sætaframboð á tónleikana takmarkað við 150 tónleikagesti í hverju sóttvarnarhólfi. Í það minnsta eitt autt sæti er á milli allra pantana til að tryggja nálægðarmörk milli gesta. Gestum ber skylda að vera með grímu á tónleikunum sem eru um klukkustundarlangir án hlés. Við biðjum gesti að gæta vel að sóttvörnum og kynna sér leiðbeiningar til tónleikagesta áður en mætt er í Hörpu. Stöndum saman, við erum öll almannavarnir.