EN

20. febrúar 2024

Aukatónleikar með Baggalút og Sinfó laugardaginn 15. júní – miðasalan hafin

Vegna fjölda eftirspurna hefur aukatónleikum verið bætt við á stórtónleika Baggalúts og Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg laugardagskvöldið 15. júní kl. 20. Leikin verða fjölmörg gríðarlega vinsæl, fjörug, hugljúf og ástsæl lög Baggalúts, listilega útsett fyrir hljómsveitina af vandvirku fagfólki – þar sem listrænir núansar og blæbrigði í melódíum og textum fá notið sín til fulls. Reynt verður á þanþol og taugar hljóðfæraleikara og hraðamet í hljóðfæraslætti slegin. Hljómsveitarstjóri er Ross Jamie Collins, staðarhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Hér má finna nánari upplýsingar um tónleikana.