EN

19. janúar 2023

Hljómsveitarstjóra-akademía með Evu Ollikainen

Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur nú í þriðja sinn námskeið í Hljómsveitarstjóra-akademíu undir stjórn og leiðsögn Evu Ollikainen aðalhljómsveitarstjóra. Akademían er fyrst og fremst vettvangur fyrir unga og efnilega tónlistarnema sem lokið hafa miðprófi hið minnsta í hljóðfæraleik eða söng. Mikill fjöldi umsókna barst að þessu sinni og hafa 7 nýnemar verið teknir inn í Akademíuna og aðrir 5 halda áfram frá fyrra ári.

Nemendur Hljómsveitarstjóra-akademíunar 2023:
Gabríella Snót Schram
Hjörtur Páll Eggertsson
Pétur Nói Stefánsson
Sigríður Rakel Gunnarsdóttir
Sóley Lóa Smáradóttir
Rún Árnadóttir
Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir
Helga Diljá Jörundsdóttir
Karl Friðrik Hjaltason
Hrafnkell Karlsson
Páll Viðar Hafsteinsson
Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir

Hljómsveitarstjóranámskeiðið hefst sunnudaginn 5. febrúar í Hörpu og því lýkur með opnum hádegistónleikum í Norðurljósum föstudaginn 10. febrúar það sem völdum nemendum gefst tækifæri til að stjórna Sinfóníuhljómsveit Íslands.