EN

19. október 2022

Jólastund fyrir einstök börn

Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur Jólastund fyrir einstök börn í Hörpu 6. og 7. desember. Nemendur úr vinaskólum hljómsveitarinnar, Klettaskóla og Arnarskóla, eru gestir á jólastundunum. Hljómsveitin mun leika fjölbreytta jóladagskrá, þar á meðal sérstakan jólaforleik með uppáhalds jólalögum barnanna, en kallað var eftir eftirlætis lögum nemenda skólanna fyrir tilefnið.

Jólastundin fer fram í Norðurljósum, í rólegu og afslöppuðu umhverfi þar sem allir fá að njóta sín. Ásamt hljómsveitinni koma fram ballettdansarar úr Listdansskóla Íslands og Maxímús Músíkús kemur að sjálfsögðu í heimsókn. Leikarinn Kjartan Darri Kristjánsson er kynnir og hljómsveitarstjóri er Nathanel Iselin, staðarhljómsveitarstjóri Sinfóníunnar.

Jólastund fyrir einstök börn er nú haldin í annað sinn.