EN

27. september 2022

Norræn ráðstefna sinfóníuhljómsveita

í Hörpu 28.-30. september

Dagana 28.-30. september verður haldin í Hörpu árleg ráðstefna framkvæmdastjóra og helstu stjórnenda sinfóníuhljómsveita á Norðurlöndum. Sinfóníuhljómsveit íslands er gestgjafi að þessu sinni en ráðstefnan er nú haldin í fertugasta og fimmta skipti. Ráðstefnugestir eru um sjötíu talsins og koma frá öllum Norðurlöndum. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er sjálfbærni eða „Sustainability“. Á meðal fyrirlesara eru Eliza Reid forsetafrú og Alan Davey stjórnandi hjá BBC 3 og Proms. Þá fara fram pallborðsumræður þar sem kastljósinu verður beint að framþróun tónleikaformsins og samvinnu hljómsveita og hljóðfæraleikara í að móta sameiginlega framtíð.

Ráðstefnugestir munu sækja tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Evu Ollikainen í Eldborg á fimmtudagskvöld.