EN

5. janúar 2023

Eldri borgarar á lokaæfingu

Í dag tökum við á móti liðlega 1000 eldri borgurum af höfuðborgarsvæðinu á lokaæfingu fyrir Vínartónleika hljómsveitarinnar. Leikin verður Vínartónlist og dúettar í flutningi Dísellu Lárusdóttur og Jóhanns Kristinsonar auk þess sem dansarar stíga á svið. Frá árinu 2012 hefur eldri borgurum reglulega verið boðið á lokaæfingu fyrir tónleikana sem nýtur alltaf jafn mikilla vinsælda.

Vínartónleikar Sinfóníunnar fara fram 5. og 6. janúar kl. 19:30 og 7. janúar kl. 16:00 og 19:30.