EN

2. nóvember 2022

Listráð Ungsveitar SÍ

Fyrsti fundur nýstofnaðs listráðs ungmenna í Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands fór fram þriðjudaginn 25. október. Umræðuefni á fundinum var verkefnaval sveitarinnar að ári og fyrirkomulag prufuspila. Listráðið skiptist í tvær deildir, ungmennaráð og öldungadeild sem skipuð er hljóðfæraleikurum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þau síðarnefndu munu funda á næstu dögum. Mikilvægt er að meðlimir Ungsveitarinnar séu virkir í samtali um skipulag og starfsemi svitarinnar og að rödd þeirra heyrist. Góðar, fjörugar og gagngerar umræður áttu sér stað og fjöldinn allur af hugmyndum leit dagsins ljós.

Í listráði ungmenna sitja:
Andreas Gudmundsson (óbó)
Bergur Daði Ágústsson (trompet)
Daníel Kári Jónsson (horn)
Helga Diljá Jörundsdóttir (fiðla)
Margrét Lára Jónsdóttir (fiðla)
Maria Qing Sigridardottir (selló)
Páll Viðar Hafsteinsson (fiðla)
Tómas Vigur Magnússon (fiðla)
Hjördís Ástráðsdóttir

Á myndina, sem tekin var á fyrsta fundi listráðs ungmenna Ungsveitarinnar, vantar Pál Viðar.