EN

16. janúar 2024

Sigurvegarar Ungra einleikara 2024

Seinni umferð keppninnar Ungir einleikarar fór fram föstudaginn 5. janúar í Kaldalóni í Hörpu. Ungir einleikarar er samstarfsverkefni Sinfóníuhljómsveitar Íslands og LHÍ en sigurvegarar keppninnar fá tækifæri til þess að flytja einleik á Eldborgarsviði Hörpu ásamt Sinfóníuhljómsveitinni.

Keppnin var afar ströng að vanda en níu keppendur komust áfram í seinni umferð. Hópurinn var fjölbreyttur að þessu sinni og saman stóð af söngvurum, strengjaleikurum, blásurum og píanóleikurum. Dómnefnd skipuðu þau Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðluleikari og formaður dómnefndar, Kristinn Örn Kristinsson, píanóleikari, Hildigunnur Einarsdóttir, söngkona og Einar Jóhannesson, klarinettuleikari.

Sigurvegarar Ungra einleikara 2024 eru eftirfarandi
Helga Diljá Jörundsdóttir, fiðluleikari
Hrafn Marinó Thorarensen, fagottleikari
María Qing Sigríðardóttir, sellóleikari
Ólína Ákadóttir, píanóleikari
Tómas Vigur Magnússon, fiðluleikari

Við óskum sigurvegurunum innilega til hamingju með árangurinn og góðs gengis í undirbúningum. Tónleikarnir fara þann 26. apríl kl.19:30 í Eldborg í Hörpu undir stjórn Petri Sakari. Hægt er að kaupa miða hér.