EN

19. janúar 2024

Ungsveitarnámskeið SÍ 2024

Prufuspil verða haldin í Hörpu 18., 19. og 20. mars nk.

Prufuspil fyrir þátttöku í Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2024 verða haldin í Hörpu 18., 19. og 20. mars næstkomandi. Hér má nálgast nánari upplýsingar fyrir umsækjendur.

Hljómsveitarnámskeið Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2024 stendur frá mánudeginum 16. september til sunnudagsins 29. september 2024. Verkefni Ungsveitarinnar að þessu sinni er Sinfónía nr. 9 frá Nýja heiminum eftir Dvorák og Fanfare for the Common Man eftir Copland undir stjórn Nathanaël Iselin. Nathanaël er fyrrum staðarhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar, stjórnaði Ungsveitinni á síðasta námskeiði og hefur átt farsælt samstarf með Sinfóníuhljómsveitinni í fjölbreyttum verkefnum af ýmsum toga.

Hljómsveitarnámskeiðinu lýkur með glæsilegum stórtónleikum í Eldborg, Hörpu, sunnudaginn 29. september kl. 17:00. 

Umsóknareyðublað fyrir Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2024 er að finna hér . Það þarf að fylla út og senda í tölvupósti á Hjördísi Ástráðssdóttur fræðslustjóra á hjordis.astradsdottir@sinfonia.is. Allir nemendur þurfa að sækja um til að eiga möguleika á þátttöku, einnig þeir sem hafa leikið áður með Ungsveitinni. Umsóknarfrestur er til miðnættis 22. febrúar næstkomandi.

Prufuspil verða haldin í Hörpu 18., 19. og 20. mars nk.
Raddæfingar að vori fyrir allar deildir verða haldnar í Hörpu vikuna 13. – 17. maí Tuttiæfingar að vori fara fram 21. og 22. maí í Hörpu.

Sækja upplýsingar fyrir umsækjendur

Sækja umsóknareyðublað