EN

5. október 2023

Sinfóníukvöld í Sjónvarpinu

Jóhann Jóhannsson

Upptaka frá útgáfutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Daníels Bjarnasonar voru á dagskrá RÚV í gærkvöldi. Á tónleikunum, sem fram fóru 28. september, var nýrri hljómplötu undir merkjum þýska útgáfurisans Deutsche Grammophon með verkum Jóhanns Jóhannssonar fagnað. 

Auk titilverksins, A Prayer to the Dynamo, voru flutt tvö minni verk úr smiðju Jóhanns, upphafsstefið úr Virðulegu forsetar og Odi et Amo þar sem Jóna G. Kolbrúnardóttir syngur einsöng. Halla Oddný Magnúsdóttir kynnir tónleikana og ræðir m.a. við Daníel Bjarnason hljómsveitarstjóra kvöldsins.

Hér má horfa á þáttinn