Ástarsaga úr fjöllunum á skólatónleikum og í beinu streymi
Sinfóníuhljómsveit Íslands býður nemendum á ferna skólatónleika í Eldborg á þriðjudag og miðvikudag þar sem flutt verður Ástarsaga úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helgadóttur. Í framhaldi heldur hjómsveitin í tónleikaferð með tröllunum til Reykjanesbæjar og heldur þar þrenna skólatónleika í Hljómahöllinni. Ástarsaga úr fjöllunum er fyrir löngu orðin þjóðargersemi og hljómar hér í fallegum hljómsveitarbúningi þar sem dregnar eru upp litríkar hljóðmyndir af heimi tröllanna. Við sögusteininn situr Jóhann Sigurðarson sem flytur söguna við tónlist eftir Guðna Franzson. Tröllamyndum Brians Pilkington við söguna verður varpað upp á tjald meðan á flutningi stendur. Hljómsveitarstjóri er Ross Jamie Collins.
Ástarsögunni verður einnig streymt beint hér á vef hljómsveitarinnar til nemenda um allt land frá tónleikunum í Hörpu miðvikudaginn 25. september kl. 11:00. Streymið verður áfram aðgengilegt í fjórar vikur fá útsendingu.
Smelltu hér til að hrofa á streymið
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Ross Jamie Collins hljómsveitarstjóri
Jóhann Sigurðarson sögumaður og söngvari
Guðni Franzson tónlist
Guðrún Helgadóttir saga
Pétur Eggertz söngtextar
Brian Pilkington myndir
Ítarefni: Hlunkidí bunk og Finnum tröll eru skemmtileg samsöngslög sem finna má í Ástarsögu úr fjöllunum.