EN

4. júní 2024

Þrjár tilnefningar til OPUS KLASSIK

Daníel Bjarnason hljómsveitarstjóri og Sinfóníuhljómsveit Íslands hljóta þrjár tilnefningar til hinna virtu þýsku OPUS KLASSIK verðlauna fyrir diskinn A Prayer to the Dynamo sem geymir verk Jóhanns Jóhannssonar. Diskurinn kom út hjá Deutsche Grammophon síðasta haust.

Platan er tilnefnd í eftirfarandi flokkum:
Symphonic Recording of the Year
Innovative Listening Experience of the Year
New Classic/Neoclassic

Verðlaunahafar verða tilkynntir um miðjan júní. 

Hægt er að hlusta á diskinn á Spotify: