EN

Tónleikar & miðasala

febrúar 2019

Prokofíev og Brahms 7. feb. 19:30 Fimmtudagur Eldborg | Harpa

Rússneski píanistinn Denis Kozhukhin er ein skærasta píanóstjarna síðari ára. Hann hlaut fyrstu verðlaun í Queen Elisabeth-keppninni í Brussel 2010, aðeins 23 ára gamall, og á síðasta tónleikaári lék hann m.a. með heimsþekktum stjórnendum á borð við Daniel Barenboim og Simon Rattle. Hljóðritun hans á píanókonsertum eftir Tsjajkovskíj og Grieg hefur fengið mikið lof og var valin diskur mánaðarins hjá Gramophone. Kraftmikill píanóleikur hans sver sig í ætt við „rússneska skólann“ svonefnda og hentar tónlist Prokofíevs fullkomlega. Hér leikur Kozhukhin hinn glæsilega konsert nr. 2 sem gerir miklar kröfur um tæknilega færni og úthald einleikarans.

Atli Heimir Sveinsson fagnar áttræðisafmæli sínu í september 2018 og af því tilefni flytur Sinfóníuhljómsveit Íslands eitt af hans sjaldheyrðari verkum. Atli samdi Infinitesimal Fragments of Eternity (Örsmá eilífðarbrot) fyrir Kammersveitina í St. Paul í Minnesota árið 1982 í tilefni af menningarhátíðinni Scandinavia Today. Fjórða sinfónía Brahms er stórfenglegt og safaríkt verk sem innblásið er af barokkformum og ekki síst tónlist Bachs. Spænski hljómsveitarstjórinn Antonio Méndez vakti alþjóðlega athygli þegar hann vann til verðlauna í hinni virtu Malko keppni í Kaupmannahöfn árið 2012. Þegar hann stjórnaði Sinfóníuhljómsveit Íslands vorið 2016 stóðu áheyrendur á öndinni, gagnrýnendur gáfu fimm stjörnur og sögðu tónleikana hafa verið „óaðfinnanlega“. 

  • Efnisskrá

    Atli Heimir Sveinsson Örsmá eilífðarbrot
    Sergei Prokofíev Píanókonsert nr. 2
    Johannes Brahms Sinfónía nr. 4

  • Hljómsveitarstjóri

    Antonio Méndez

  • Einleikari

    Denis Kozhukhin

Tónleikakynning » 18:00

Pétur og úlfurinn 16. feb. 14:00 Laugardagur Eldborg | Harpa

Bernd Ogrodnik og brúðurnar hans gera söguna um Pétur og úlfinn ljóslifandi og eftirminnilega í barnvænni og fallegri uppfærslu Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Halldóru Geirharðsdóttur. Bernd er einn fremsti brúðugerðarmeistari heims og hefur sýning hans á Pétri og úlfinum farið sigurför víða um heim enda töfrum líkust. Pétur og úlfurinn er eitt ástsælasta tónlistarævintýri sem sögur fara af, saga þar sem hver sögupersóna er túlkuð af hljóðfæri eða hljóðfærum sinfóníuhljómsveitarinnar. Þótt Pétri og úlfinum hafi verið fálega tekið þegar verkið var frumflutt í Moskvu árið 1936 þá má með sanni segja að verkið hafi öðlast alþjóðlegar vinsældir, ekki aðeins meðal barna, enda býr verkið yfir eilífum æskublóma.

Fyrsti þáttur Leikfangasinfóníunnar sem eignuð er Leopold Mozart (föður Wolfgangs) verður fluttur á tónleikunum með aðstoð Maxímús Músíkús og ungra einleikara sem mynda leikfangasextett. Það má búast við mikilli leikgleði þegar Maxi og félagar slást í för með Sinfóníuhljómsveit Íslands og ekki mun stemningin verða síðri þegar hljómsveitin flytur hið geysivinsæla Bolero eftir Ravel.

 

  • Efnisskrá

    Leopold Mozart Allegro úr Leikfangasinfóníunni
    Sergej Prokofíev Pétur & úlfurinn
    Maurice Ravel Bolero

  • Hljómsveitarstjóri

    Maxime Tortelier

  • Sögumaður

    Trúðurinn Barbara

  • Brúðugerðarmeistari

    Bernd Ogrodnik

Pétur og úlfurinn 16. feb. 16:00 Laugardagur Eldborg | Harpa

Bernd Ogrodnik og brúðurnar hans gera söguna um Pétur og úlfinn ljóslifandi og eftirminnilega í barnvænni og fallegri uppfærslu Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Halldóru Geirharðsdóttur. Bernd er einn fremsti brúðugerðarmeistari heims og hefur sýning hans á Pétri og úlfinum farið sigurför víða um heim enda töfrum líkust. Pétur og úlfurinn er eitt ástsælasta tónlistarævintýri sem sögur fara af, saga þar sem hver sögupersóna er túlkuð af hljóðfæri eða hljóðfærum sinfóníuhljómsveitarinnar. Þótt Pétri og úlfinum hafi verið fálega tekið þegar verkið var frumflutt í Moskvu árið 1936 þá má með sanni segja að verkið hafi öðlast alþjóðlegar vinsældir, ekki aðeins meðal barna, enda býr verkið yfir eilífum æskublóma.

Fyrsti þáttur Leikfangasinfóníunnar sem eignuð er Leopold Mozart (föður Wolfgangs) verður fluttur á tónleikunum með aðstoð Maxímús Músíkús og ungra einleikara sem mynda leikfangasextett. Það má búast við mikilli leikgleði þegar Maxi og félagar slást í för með Sinfóníuhljómsveit Íslands og ekki mun stemningin verða síðri þegar hljómsveitin flytur hið geysivinsæla Bolero eftir Ravel.

 

  • Efnisskrá

    Leopold Mozart Allegro úr Leikfangasinfóníunni
    Sergej Prokofíev Pétur & úlfurinn
    Maurice Ravel Bolero

  • Hljómsveitarstjóri

    Maxime Tortelier

  • Sögumaður

    Trúðurinn Barbara

  • Brúðugerðarmeistari

    Bernd Ogrodnik

Brantelid leikur Elgar 28. feb. 19:30 Fimmtudagur Eldborg | Harpa

Danski sellóleikarinn Andreas Brantelid vann hug og hjörtu íslenskra tónleikagesta þegar hann lék einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 2016. Einn gagnrýnandi kvaðst „aldrei hafa heyrt jafnvel spilað á selló“ og að túlkunin á sellókonsert Dvořáks hafi verið framúrskarandi. Nú snýr Brantelid aftur með annað vinsælt meistaraverk í farteskinu. Tilfinningaþrunginn sellókonsert Elgars vekur í hugum margra minningu um sjóðheita túlkun Jacqueline du Pré. Brantelid hefur leikið þennan konsert með hljómsveitum um allan heim frá því hann var 14 ára gamall og þekkir hverja hendingu hans út og inn.

Í desember 2018 verður öld liðin frá fæðingu Jórunnar Viðar og af því tilefni flytur hljómsveitin eitt af tímamótaverkum hennar. Eldur var fyrsta sinfóníska tónsmíð íslenskrar konu og jafnframt fyrsti ballettinn sem settur var á svið hér á landi við íslenska tónlist. Finnski stjórnandinn Eva Ollikainen stjórnar sömuleiðis þriðju sinfóníu pólska meistarans Lutosławskis, sem hann samdi fyrir Chicago-sinfóníuna og Sir Georg Solti árið 1983. Þetta er almennt talin ein magnaðasta sinfónía frá seinni hluta 20. aldar og hlaut hún feykigóðar viðtökur þegar við frumflutninginn, auk þess sem tónskáldið fékk hin virtu Grawemeyer-verðlaun fyrir verkið árið 1985. 

  • Efnisskrá

    Jórunn Viðar Eldur
    Edward Elgar Sellókonsert
    Witold Lutosławski Sinfónía nr. 3

  • Hljómsveitarstjóri

    Eva Ollikainen

  • Einleikari

    Andreas Brantelid

Tónleikakynning » 18:00