EN

2011 (Síða 5)

Fyrirsagnalisti

haukur_listi

31. janúar 2011 : Haukur Tómasson hlytur verðlaun

Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Myrkum músíkdögum á sl. fimmtu dagskvöld tilkynnt um verðlaunahafa í samkeppni um nýtt íslenskt tónverk sem Harpa efndi til í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Verðlaunahafi er Haukur Tómasson og verkið verður frumflutt á opnunarhátíð Hörpu þann 13. maí næstkomandi. Haukur fær að verðlaunum eina milljón króna sem Harpa leggur til.

Lesa meira
volkov_listi

11. janúar 2011 : IlanVolkov ráðinn aðalstjórnandi

 

Sinfóníuhljómsveit Íslands sendi í dag frá sér tilkynningu um ráðningu ísraelska hljómsveitarstjórans Ilan Volkov sem aðalhljómsveitarstjóra og listræns stjórnanda til þriggja starfsára. Volkov tekur við stöðunni í september 2011, við upphaf fyrsta starfsárs Sinfóníuhljómsveitar Íslands í nýja tónlistarhúsinu Hörpu..

Lesa meira
harpa_uti_listi

10. janúar 2011 : 17 tónverk bárust

 
Frestur til að skila inn tónverkum í samkeppni um verk til flutnings á opnunarhátíð Hörpu 13. maí nk. rann út föstudaginn 7. janúar. Alls bárust 17 verk í keppnina, öll á bilinu 5-10 mínútur að lengd og samin fyrir sinfóníuhljómsveit.
Fimm manna dómnefnd hefur nú það hlutverk að velja sigurverkið, en höfundur þess hlýtur 1.000.000 kr. í verðlaun.

Lesa meira
danjulo_listi

4. janúar 2011 : Einleikaraveisla í febrúar

Í febrúarmánuði efnir Sinfóníuhljómsveitin til sannkallaðrar einleikaraveislu enda koma fjórir frábærir sólistar fram með hljómsveitinni á jafn mörgum tónleikum.  Ari Þór Vilhjálmsson hefur vakið mikla athygli fyrir glæsilegan leik sinn undanfarin ár, og flytur nú með hljómsveitinni hinn magnaða fiðlukonsert nr. 1 eftir Dmitrí Sjostakovitsj.  Þýsk-japanski sellóleikarinn Danjulo Ishizaka leikur sellókonsert eftir Hafliða Hallgrímsson, staðartónskáld Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Lesa meira
Síða 5 af 5