EN

2011 (Síða 4)

Fyrirsagnalisti

31. mars 2011 : Prufuspil fyrir jólatónleikana

Það er árviss hefð að á jólatónleikum okkar fái ungur hljóðfæraleikari að leika einleik með hljómsveitinni. Stefnt er að því að halda prufuspil 23. maí. Umsækjendur þurfa að vera á grunnskólaaldri og eiga á prufuspilinu að leika konsertþátt eða annað verk fyrir einleikara eða hljómsveit, ekki lengra en 6 mínútur.

Lesa meira

30. mars 2011 : Leikskólabörn heimsækja Sinfóníuna

Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur fimm leikskólatónleika í þessari viku og á því von á hátt í 4000 börnum í heimsókn í Háskólabíó.  Að þessu sinni flytur hljómsveitin hið sígilda ævintýri um Tobba Túbu, eftir George Kleinsinger. Tim Buzbee, túbuleikari Sinfóníunnar er að sjálfsögðu í aðalhlutverki en sögumaður er Trúðurinn Barbara.

Lesa meira

30. mars 2011 : Maximus Musicus einn af bestu norrænu barnaleikjunum

Maximus Musicus, iPhone leikur íslenska sprotafyrirtækisins Fancy Pants Global, var í gær þann
29. mars tilnefndur til Nordic Game verðlaunanna sem besti norræni barnaleikurinn þetta árið.
Tilkynnt verður um sigurvegarann á Nordic Game ráðstefnunni sem fram fer í Malmö daganna
10-12. maí þar sem fulltrúar Fancy Pants Global verða viðstaddir. Tilnefning sem þessi er ungu
sprotafyrirtæki á borð við Fancy Pants Global gríðarlega mikilvæg og ánægjuleg. Lesa meira
Ashkenazy_listi

8. mars 2011 : Þriðju opnunartónleikum bætt við í Hörpu föstudaginn 6. maí

Í ljósi mikils áhuga á opnunartónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu 4. og 5. maí hefur hljómsveitarstjórinn Vladimir Ashkenazy ákveðið að breyta fyrri áformum sínum svo unnt sé að bæta við þriðju tónleikunum föstudagskvöldið 6. maí.  

 Áætlað er að tónleikarnir fara í sölu þriðjudaginn 15. mars kl. 12.00 í miðasölu Hörpu Aðalstræti 2, í síma 528 5050,  á harpa.is og sinfonia.is. Miði.is vinnur að því að efla miðasölukerfið áður en miðasala á fleiri tónleika í Hörpu hefst til þess að tryggja að kerfið anni álagi.  Allir miðar á tónleikana fara í almenna sölu.

Lesa meira
palli_harpa_listi

4. mars 2011 : Páll Óskar og Sinfó – Aukatónleikar í Hörpu

Nær uppselt er á þrenna tónleika Páls Óskar og Sinfó í Hörpu í júní. Vegna þessa gífurlega áhuga hefur verið ákveðið að bæta við tvennum aukatónleikum, miðvikudaginn 8. júní kl. 20.00 og laugardaginn 11. júní kl. 16.00. Miðasala á aukatónleikana hefst í næstu viku.

Lesa meira

4. mars 2011 : Mikið álag á miðasölukerfinu á netinu

Vegna þess mikla fjölda fólks sem er að reyna að kaupa miða á tónleika í Hörpu á sama tíma viljum við benda á  að miðakerfið  hjá midi.is undir miklu álagi. Við biðjum fólk vinsamlegast að sýna þolinmæði og bendum á að einnig er hægt að kaupa miða í gegnum miðasölusímann 528-5050 eða í miðasölu Hörpu í Aðalstræti 2. Lesa meira

3. mars 2011 : Uppselt á opnunartónleika SÍ í Hörpu

Mikil eftirspurn var eftir miðum á vordagskrá Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu þegar sala hófst 1. mars. Uppselt er á opnunartónleika hljómsveitarinnar undir stjórn Vladimir Ashkenazy.

Einnig er stutt í að uppselt verði á tónleika þýska óperusöngvarans Jonasar Kaufman á Liatahátíð.

Enn er hægt að tryggja sér sæti á Mahler-veislu 28. maí þar sem Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur upp á 100 ára ártíð sinfóníusnillingsins Gustavs Mahler. Lesa meira

gjof_sem_hljomar

24. febrúar 2011 : Auglýsing SÍ tilnefnd til ÍMARK verðlauna

ÍMARK, félag íslensks markaðsfólks, hefur tilnefnt auglýsingu Sinfóníuhljómsveitar Íslands til verðlauna í flokki prentauglýsinga. Auglýsingin er hluti af herferð SÍ sem unnin var með auglýsingastofunni Jónsson og LeMack's. Keppninni um Lúðurinn, Íslensku auglýsingaverðlaunin, er ætlað að vekja athygli á vel gerðum auglýsingum og auglýsingaefni og veita aðstandendum þess verðskuldaða athygli.

Lesa meira
maxi_germany

22. febrúar 2011 : Maxímús í Þýskalandi og Ástralíu

Það er skammt stórra högga á milli í útrás Sinfóníunnar og músíkölsku músarinnar Maxa. Nú fyrir skemmstu kom fyrsta bókin um Maxa, Maxímús Músíkús heimsækir hljómsveitina, út í Þýskalandi og Ástralíu. Með bókunum fylgir geisladiskur sem ekki einungis inniheldur söguna lesna með öllum þeim umhverfishljóðum og tónlist sem henni tilheyrir, heldur einnig flutning Sinfóníuhljómsveitar Íslands á verkum eftir Ravel, Copland og Sigvalda Kaldalóns að ógleymdu Laginu hans Maxa sem er, eins og sagan, eftir leiðandi flautuleikara hljómsveitarinnar, Hallfríði Ólafsdóttur.

Lesa meira

3. febrúar 2011 : Tónleikakynningar 3. & 10. febrúar

Vinafélag SÍ stendur fyrir tónleikakynningu í safnaðarheimili Neskirkju fimmtudaginn 3. febrúar kl. 18. Árni Heimir Ingólfsson tónlistarstjóri SÍ mun fjalla um verkin á efnisskrá tónleika kvöldsins. Hann rekur tilurð tónlistarinnar á áhugaverðan og aðgengilegan hátt með tóndæmum og frásögn.


Kynningarnar njóta mikilla vinsælda meðal tónleikagesta og margir hafa á orði að þær séu ómissandi hluti af tónleikaupplifuninni. Hægt er að kaupa súpu og kaffi á undan kynningunni, sem lýkur um kl. 19.


Allir eru velkomnir.

Lesa meira