EN

2011 (Síða 3)

Fyrirsagnalisti

19. maí 2011 : Miðasalan flutt í Hörpu

Vinsamlega athugið að miðasalan er nú flutt í Hörpu og er staðsett í anddyri á jarðhæð. Miðasalan er opin alla daga frá kl.& 12-18 og á tónleikadögum er hún opin fram að tónleikum. Miðasölusíminn er 528-5050.

 

 

Lesa meira
maxi_listi

15. maí 2011 : Barnadagur í Hörpu 15. maí

Á sunnudaginn verður sérstakur barnadagur í Hörpu. Húsið opnar kl.11:00 og verður fjölbreytt barnadagskrá í gangi allan daginn. 

Uppselt er á tvenna barnatónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Maxímús Músíkus í Eldborg.

Lesa meira

28. apríl 2011 : Sala miða á barnahátíð Hörpu

Harpa heldur upp á barnahátíð sunnudaginn 15. maí þar sem fjöldi viðburða verða í boði fyrir unga tónlistarunnendur. Meðal viðburða eru tvennir tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Maxímús Músikús, hinnar tónelsku músar sem fengið hefur heimili í Hörpu. Tónleikar Maxímús fara fram í aðalsalnum Eldborg. Þeir eru ætlaðir yngstu börnunum og dagskráin byggist upp á stuttum, þekktum og aðgengilegum verkum. Hver miði á þessa tvennu tónleika Maxímús verður seldur á aðeins 100 kr. Sú upphæð er táknræn fyrir að senn lýkur aldarlangri bið eftir tónlistarhúsi á Íslandi.

Lesa meira

28. apríl 2011 : Öll starfsemi SÍ er flutt í Hörpu

Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur nú flutt alla starfsemi sína í Hörpu, tónlistar og ráðstefnuhúsið í Reykjavík.

Síminn á skrifstofu hljómsveitarinnar er óbreyttur, 545-2500.

Miðasala fer fram á heimasíðu okkar www.sinfonia.is og á www.harpa.is

 

Miðasölusíminn er 528-5050

Lesa meira

20. apríl 2011 : Staða tónlistarstjóra auglýst

Auglýst er laus til umsóknar staða tónlistarstjóra (programme director) Sinfóníuhljómsveitar Íslands
frá og með 1. september 2011.

 

Tónlistarstjóri leggur drög að dagskrá komandi starfsára Sinfóníuhljómsveitarinnar í samráði við verk efnavalsnefnd og gerir tillögur tillögur um hljómsveitarstjóra og aðra listamenn sem fram koma með hljómsveitinni. Tónlistarstjóri heyrir undir framkvæmdastjóra en starfar auk þess náið með aðalhljómsveitarstjóra/ listrænum stjórnanda við að framfylgja listrænni stefnu hans. Tónlistarstjóri hefur umsjón með tónleikaskrá og annast ritun ýmiskonar efnis sem snertir tónleikahald hljómsveitarinnar. Þá sinnir tónlistarstjóri mótun og framkvæmd fræðslustarfs og tónlistaruppeldis á vegum Sinfóníu hljómsveitar Íslands.

Lesa meira

15. apríl 2011 : Sinfónían flytur í Hörpu

Sinfóníuhljómsveit Íslands kvaddi Háskólabíó þann 15. apríl og gekk fylktu liði að Hörpu þar sem fyrsta hljóðprufan var haldin í nýjum tónleikasal.  Á leiðinni léku lúðraþeytarar og slagverksleikarar Sinfóníunnar á sín hljóðfæri. Lokatónleikar í Háskólabíói fóru fram kvöldið áður,  en þar hefur hljómsveitin frá árinu 1961.

Lesa meira
chandoschan10660

14. apríl 2011 : Nýr hljómdiskur hlýtur frábæra dóma

Fyrir skömmu kom á markað nýr hljómdiskur þar sem Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur tvö hljómsveitarverk eftir franska tónskáldið Vincent d’Indy. Diskurinn er sá fjórði í útgáfuröð Chandos-forlagsins sem vakið hefur mikla hrifningu. Gagnrýnendur fara fögrum orðum um nýja diskinn, sem var meðal annars valinn diskur maímánaðar hjá breska veftímaritinu MusicWeb. Gagnrýnandi MusicWeb, Dan Morgan, segir að Sinfóníuhljómsveit Íslands sé „fyrsta flokks sveit“ og að varla eigi nokkur eftir að heyra meira sannfærandi flutning en þennan. Lokaorð hans eru að diskurinn sé „algjörlega óflekkuð ánægja“ og hvetur lesendur til að gleðja sig með því að fjárfesta í honum.

Lesa meira

1. apríl 2011 : Opið fyrir umsóknir í Ungsveitina

Hljómsveitarnámskeið Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2011 mun standa frá laugardeginum 15. október til sunnudagsins 6. nóvember 2011.

Að þessu sinni mun verkefni hljómsveitarinnar vera hin stórbrotna sinfónía nr. 5 eftir Mahler. Svissneski hljómsveitarstjórinn Baldur Brönnimann mun stjórna námskeiðinu sem endar með tónleikum í Eldborg Hörpu, 6. nóvember kl. 14:00.

Prufuspil verða haldin fyrir öll hljóðfæri og munu þau fara fram 6.,14.og 15. júní.

 

Lesa meira