EN

2011 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

27. september 2011 : Norræn ráðstefna sinfóníuhljómsveita


Í þessari viku fer fram árleg ráðstefna framkvæmdastjóra og helstu stjórnenda sinfóníuhljómsveita á Norðurlöndum. Sinfóníuhljómsveit Íslands er gestgjafi að þessu sinni og er ánægjulegt að hýsa ráðstefnuna á fyrsta starfsári hljómsveitarinnar í Hörpu. Ráðstefnan fer fram  28.- 30. september. Ráðstefnugestir eru rúmlega sextíu og koma frá öllum Norðurlöndum. Lesa meira
Beethoven_stor

25. september 2011 : Fyrirlestur Vinafélags SÍ  mánudag kl. 20

Mánudagskvöldið 26. september stendur Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands fyrir fyrirlestri Árna Heimis Ingólfssonar, "Allt sem þú vildir vita um klassíska tónlist en þorðir ekki að spyrja". Í fyrirlestrinum, sem hefst kl. 20 í Kaldalóni í Hörpu, stiklar Árni Heimir á stóru um sögu klassískrar tónlistar, sinfóníuformið, og ólíkar leiðir til þess að njóta sígildrar tónlistar. Kynningin er sérstaklega ætluð þeim sem hafa lítil kynni haft af klassískri tónlist en hafa áhuga á að kynnast þeim töfrum sem hún býr yfir.

Lesa meira
gamma

25. september 2011 : GAMMA bakhjarl SÍ

Nýverið var undirritaður samstarfssamningur á milli Sinfóníuhljómsveitar Íslands og GAMMA  þar sem GAMMA verður einn af aðalstyrktaraðilum hljómsveitarinnar fram til ársins 2014.
Gísli Hauksson framkvæmdastjóri GAMMA og Sigurður Nordal framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands undirrituðu samstarfssamninginn.

Lesa meira
hillary_hahn_listi

5. september 2011 : Fyrsta starfsárið hafið í Hörpu

Það eru merkir tímar hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands, sem nú hefur sitt fyrsta starfsár í nýju tónlistarhúsi. Framundan er fjölbreytt og forvitnileg dagskrá þar sem fjöldi framúrskarandi hljómsveitarstjóra og einleikara kemur fram með hljómsveitinni. Meðal þeirra helstu má nefna bandarísku fiðlustjörnuna Hilary Hahn, rússneska píanistann Denis Matsuev og þýsku sópransöngkonuna Christine Schäfer. Þá kemur fjöldi íslenskra sólista fram með hljómsveitinni, m.a. Víkingur Heiðar Ólafsson, Sigrún Eðvaldsdóttir, Einar Jóhannesson og Melkorka Ólafsdóttir. Lesa meira

18. ágúst 2011 : Hugmyndasamkeppni

Sinfóníuhljómsveit Íslands kallar eftir hugmyndum að nýju tónverki þar sem hinar ýmsu listgreinar mætast. Verkið skal ekki vera meira en 20 mínútur að lengd. Það má vera fyrir heila sinfóníuhljómsveit (þó að hámarki 3.3.3.3./4.3.3.1, 3perc, hp, pno/cel, str), hluta hennar (allt niður í kammerhóp eða jafnvel einleikshljóðfæri), auk þess sem nota má vídeó, rafhljóð, og/eða dans. Verkið má einnig notast við t.d. rafhljóð eingöngu. Útgangspunkturinn er samruni ólíkra greina listarinnar og er útfærslan að öðru leyti frjáls. Fleiri en einn höfundur geta unnið saman að einni hugmynd og geta sent sameiginlega tillögu í keppnina. Lesa meira
maxi_listi

12. ágúst 2011 : Tónleikar á Menningarnótt - frítt inn

Sinfóníuhljómsveit Íslands býður á tvenna tónleika á vígsludegi Hörpu á Menningarnótt. Frítt er inn á tónleikana og allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Hægt verður að sækja aðgöngumiða í miðasölu Hörpu á tónleikadegi. Byrjað er að afhenda miða tveimur tímum fyrir tónleika.

 

Kl. 14:00 - Eldborg

Maxímús Músikús heimsækir hljómsveitina


Kl. 17:00 - Eldborg

Klassík fyrir alla


Bernharður Wilkinsson hljómsveitarstjóri

Lesa meira

5. júlí 2011 : Tímabundnar stöður:

5. júlí 2011 : Yrkja - Tónskáldastofa

Föstudaginn 27. janúar 2012 efnir SÍ í annað sinn til svokallaðrar Tónskáldastofu, þar sem valin verða til þátttöku þrjú hljómsveitarverk eftir tónskáld undir 35 ára aldri. Hljómsveitin mun leika verkin undir stjórn Ilans Volkov, og í kjölfarið fá tónskáldin athugasemdir og leiðbeiningar frá hljómsveitarmeðlimum, stjórnanda, og tónskáldinu Hans Abrahamsen sem einnig verður viðstaddur. Með þessu framtaki vonast SÍ til að taka virkari þátt en áður í uppeldi íslenskra hljómsveitartónskálda í fremstu röð.

Lesa meira

12. júní 2011 : Opnunartónleikar í Hörpu í Sjónvarpinu

SJÓNVARPIÐ sunnudagur 12. júní 2011 kl. 21.45. Upptaka frá tónleikum í Hörpu í byrjun maí. Víkingur Heiðar Ólafsson leikur einleik á píanó og Vladimír Ashkenazí stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslands. Flutt var verkið Velkomin Harpa eftir Þorkel Sigurbjörnsson, píanókonsert eftir Edvard Grieg og Níunda sinfónía Beethovens. Auk þess ræðir Arndís Björk Ásgeirsdóttir við Vladimír Ashkenazí og Víking Heiðar Ólafsson. Stjórn upptöku: Helgi Jóhannesson.

Lesa meira

31. maí 2011 : Litli tónsprotinn í heimsókn

Sinfóníuhljómsveit Íslands býður áskrifendum Litla tónsprotans í heimsókn í ný heimkynni sín í Hörpu þriðjudaginn 31. Maí kl. 16.30.

Lesa meira