EN

17. febrúar 2021

Miðasala hafin á tónleika í mars

20% afsláttur ef keyptir eru miðar á tvenna tónleika eða fleiri. Takmarkað sætaframboð.

Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur nú kynnt dagskrá sína í mars. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá m.a. með verkum eftir Dvořák, Saint-Saëns, Mahler og Brahms, ásamt því að hljómsveitin fagnar Grammy-tilnefningu á sérstökum hátíðartónleikum en hljómsveitin var nýverið tilnefnd til hinna virtu Grammy-verðlauna í flokknum Besti hljómsveitarflutningur (Best Orchestral Performance) ásamt Daníel Bjarnasyni sem stjórnar tónleikunum.

Áskrifendur fá 20% afslátt af miðaverði ef keyptir eru miðar á tvenna tónleika eða fleiri. Tryggðu þér miða á besta verðinu í tíma – takmarkað sætaframboð.

KAUPA ÁSKRIFTARKORT

 

 


Dagskrá hljómsveitarinnar í mars

Úr nýja heiminum – 4. mars
Á tónleikunum hljómar sinfónía nr. 9 „Úr nýja heiminum“ eftir Antonín Dvořák ásamt líflegum konsertforleik eftir Juliu Perry undir stjórn Evu Ollikainen.

 

Emilía og Brahms 11. mars
Boðið verður upp á hrífandi efnisskrá þar sem Emilía Rós Sigfúsdóttir leikur frönsk flautuverk eftir Saint-Saëns og Chaminade ásamt því að hljómsveitin flytur sinfóníu nr. 4 eftir Johannes Brahms undir stjórn Evu Ollikainen.

Grammy-veisla 18. mars 
Sinfóníuhljómsveit Íslands og Daníel Bjarnason eru tilnefnd til til hinna virtu Grammy-verðlauna í flokknum Besti hljómsveitarflutningur (Best Orchestral Performance) fyrir diskinn Concurrence. Í tilefni af því blæs hljómsveitin til sérstakrar veislu þar sem hún flytur tónlist af hinum tilnefnda diski undir stjórn Daníels. Á tónleikunum hljómar einnig fiðlukonsert Daníels með einleikaranum Pekka Kuusisto.

Fjórða sinfónía Mahlers 25. mars
Stórbrotin fjórða sinfónía Mahlers hljómar á tónleikunum. Einsöngvari í verkinu er Jóna G. Kolbrúnardóttir og hljómsveitarstjóri er Bjarni Frímann Bjarnason, staðarhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Tryggðu þér miða á tónleikana en veittur er 20% afsláttur ef keyptir eru miðar á tvenna tónleika eða fleiri. Takmarkað sætaframboð er á tónleikana. Nánar hér