Fréttasafn
Fréttasafn
Fyrirsagnalisti

Tónleikar til heiðurs Erling Blöndal Bengtson
Dansk-íslenski sellóleikarinn Erling Blöndal Bengtsson hefði orðið 90 ára í mars 2022. Í tilefni þess verða haldnir tónleikar honum til heiðurs í Norðurljósum næstkomandi fimmtudagskvöld, 19. maí kl. 20.
Lesa meira
Upptökur fyrir Sono Luminus
Sinfóníuhljómsveit Íslands hljóðritar þessa dagana fyrir upptökufyrirtækið Sono Luminus. Verkin sem tekin verða upp eru Clockworking eftir Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur, CATAMORPHOSIS eftir Önnu Þorvaldsdóttur, Sinfonia (for orbiting spheres) eftir Missy Mazzoli og Ós eftir Báru Gísladóttur.

Skólatónleikarnir Dýravinir
Nemendur Skólahljómsveitar Austurbæjar og hljóðfæraleikarar Sinfóníunnar leiða saman hesta sína á sviði Eldborgar þriðjudaginn 24. maí kl. 11 þar sem verkið Dýravinir verður flutt. Þetta verða sannkallaðir stórtónleikar þar sem tæplega 100 manna hljómsveit kemur saman undir stjórn Bernharðs Wilkinsonar.
Lesa meira
Eitt virtasta tónskáld Bandaríkjanna stjórnar eigin tónlist
Bandaríska tónskáldið John Adams stjórnar eigin verkum á næstu tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Víkingur Heiðar Ólafsson, staðarlistamaður SÍ, kemur fram með hljómsveitinni í píanókonsertinum Must the devil have all the good tunes?.

Ævintýratónleikar í Litla tónsprotanum um helgina
Sigríður Thorlacius, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Eyþór Ingi, Þór Breiðfjörð og Gradualekór Langholtskirkju koma fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands í flutningi á Skilaboðaskjóðunni á tvennum tónleikum í Eldborg, laugardaginn 30. apríl kl. 14 og 16. Stjórnandi er Kornilios Michailidis.

Á fjórða þúsund á skólatónleikum
Hátt í 2.000 nemendur heimsóttu Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg á skólatónleikum í dag og von er á öðrum eins fjölda næstkomandi föstudag. Fluttir voru þrír þættir úr Plánetunum eftir Gustav Holst. Sævar Helgi Bragason kynnti um leið pláneturnar þrjár í máli og myndum og voru tónleikarnir táknmálstúlkaðir.
Lesa meira
Á elleftu milljón safnaðist fyrir úkraínsku þjóðina í Hörpu
Að minnsta kosti 10.750.000 krónur söfnuðust í tengslum við Samstöðutónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands með úkraínsku þjóðinni sem haldir voru í Hörpu þann 24. mars sl. Fjármunirnir renna til neyðarsöfnunar Þroskahjálpar fyrir fatlað fólk í Úkraínu.

Lausar stöður hljóðfæraleikara
Þrjár stöður hljóðfæraleikara við Sinfóníuhljómsveit Íslands eru lausar eru til umsóknar. Um er að ræða stöðu leiðara í flautudeild, uppfærslumanns í 2. fiðlu og stöðu sellóleikara. Hæfnispróf verða haldin í júní og rennur umsóknarfrestur út síðar í apríl.
Lesa meira

Staða leiðara í flautudeild
Staða leiðara í flautudeild Sinfóníuhljómsveitar Íslands er laus til umsóknar. Hæfnispróf verður haldið 8. júní nk. í Hörpu og er umsóknarfrestur til 13. apríl.

Raddæfingar hafnar hjá Ungsveitinni
Valið hefur verið í Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands eftir prufuspil sem fram fóru í síðustu viku. Í dag hófust raddæfingar ólíkra hljóðfærahópa og má hér sjá 2. fiðlu Ungsveitarinnar við æfingar í Eldborg, undir stjórn Páls Palomares, leiðara í 2. fiðlu Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Lesa meira- Nýrri fréttir
- Eldri fréttir