EN

Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

22. júní 2021 : Tryggðu þér áskrift

Nýtt og fjölbreytt starfsár 2021/22 hefur verið kynnt til leiks hér á vef hljómsveitarinnar og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Endurnýjun áskrifta og Regnbogakorta er hafin hér á vefnum og í miðasölu Hörpu.

Almenn miðasala og sala nýrra áskrifta- og Regnbogakorta er hafin.

Kaupa áskrift Endurnýja

 

Lesa meira

16. september 2021 : Kvika eignastýring bakhjarl Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Kvika eignastýring og Sinfóníuhljómsveit Íslands gengu frá samstarfssamningi þess efnis að Kvika eignastýring verður bakhjarl Sinfóníuhljómsveitar Íslands starfsárið 2021/2022.

Hannes Frímann Hrólfsson framkvæmdastjóri Kviku eignastýringar og Lára Sóley Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar, skrifuðu nýverið undir samkomulagið í Hörpu.

Lesa meira

14. september 2021 : Eva og endurfæðingin

Finnski hljómsveitarstjórinn Eva Ollikainen tók formlega við stöðu aðalhljómsveitarstjóra á 70 ára afmælistónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í mars 2020. Það mun óhætt að segja að ekki hafi allt farið eftir áætlun síðan þá. Tveimur vikum síðar voru fjöldasamkomur óheimilar og í rúmt ár hefur glíman við kórónuveirufaraldur umturnað öllu starfi hljómsveitarinnar.

Lesa meira

14. september 2021 : Frumkvöðull harmóníkunnar

Norski harmóníkuleikarinn Geir Draugsvoll hefur um áratuga skeið verið meðal hinna fremstu í sínu fagi á heimsvísu. Hann hefur leikið á tónleikum víða um heim, bæði einsamall og með virtum hljómsveitum, gefið út plötur auk þess sem hann er prófessor við Konunglega tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn. Draugsvoll leikur tvo konserta eftir rússneska tónskáldið Sofiu Gubaidulinu með Sinfóníuhljómsveit Íslands á starfsárinu og má segja að um endurkomu sé að ræða því að meira en 30 ár eru liðin síðan Draugsvoll lék með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Háskólabíói, tuttugu og eins árs gamall – og var þá fyrsti harmóníkuleikarinn til að leika einleik með sveitinni. 

Lesa meira

6. september 2021 : Inntaka nýrra nemenda í hljómsveitarstjóra-akademíu SÍ

Inntökupróf nýrra nemenda í Hljómsveitarstjóra-akademíu Sinfóníuhljómsveitar Íslands fer fram föstudaginn 10. september nk. í Kaldalóni í Hörpu. Munu umsækjendur þar spreyta sig á 1. og 3. þætti Sinfóníu nr. 3 eftir Schubert, undir stjórn Evu Ollikainen aðalhljómsveitarstjóra SÍ og Kornilios Michailidis staðarhljómsveitarstjóra.

Lesa meira

3. september 2021 : Stóraukið samstarf við RÚV um beinar sjónvarpsútsendingar

Sinfóníuhljómsveit Íslands verður reglulegur gestur á sjónvarpsskjám landsmanna í vetur, en hljómsveitin hefur gert samkomulag við RÚV um aukið samstarf um beinar sjónvarpsútsendingar frá tónleikum hljómsveitarinnar. Í samkomulaginu felst að RÚV mun senda beint út frá fernum Sinfóníutónleikum í vetur; í október, nóvember, mars og maí, auk þess sem tónleikarnir Klassíkin okkar verða sendir út á RÚV í kvöld, en þeir eru fyrir löngu eru orðnir fastur liður í dagskránni í upphafi vetrar

Lesa meira

24. ágúst 2021 : Sinfóníuhljómsveit Íslands hljóðritar fyrir Deutsche Grammophon

Sinfóníuhljómsveit Íslands hljóðritar tónlist eftir Jóhann Jóhannsson fyrir hið virta forlag Deutsche Grammophon. Upptökurnar fara fram í þessari viku í Eldborg undir stjórn Daníels Bjarnasonar og er Þetta er í fyrsta sem hljómsveitin hljóðritar sértaklega Deutsche Grammophon. A Prayer to the Dynamo, eitt stærsta sinfóníska verk Jóhanns, verður hljóðritað ásamt tónlist úr Theory of Everything  og Sicario

Lesa meira

17. ágúst 2021 : Hljómsveitarstjóra-akademían 2021 - umsóknarfrestur til 23. ágúst

Sinfóníuhljómsveit Íslands auglýsir eftir áhugasömum nemendum til að stunda hljómsveitarstjóranám ungmenna í Hljómsveitarstjóra-akademíu SÍ undir stjórn og leiðsögn Evu Ollikainen aðalhljómsveitarstjóra og Kornilios Michailidis staðarhljómsveitarstjóra. Hljómsveitarstjóra-akademían fer fram föstudaginn 27. ágúst nk. í Kaldalóni í Hörpu þar sem unnið verður með tvo þætti (fyrsta og þriðja) úr sinfóníu nr. 3 eftir Schubert undir stjórn Evu Ollikainen. Til undirbúnings þurfa nemendur að kynna sér vel fyrsta og þriðja þátt úr sinfóníu nr. 3 eftir Schubert, bæði hljóðrit og raddskrá. Hægt er að hlaða raddskrám af verkum utan höfundarréttar niður af netinu t.d. á imslp.org. 

Lesa meira

30. júní 2021 : Kornilios Michailidis ráðinn staðarhljómsveitarstjóri

Gríski hljómsveitarstjórinn Kornilios Michailidis hefur verið ráðinn staðarhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands starfsárið 2021–22. Michailidis stjórnaði tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg í maí síðastliðnum og hlaut frammistaða hans mikið lof hljómsveitar og áheyrenda.

 

Lesa meira

29. júní 2021 : Nýr samningur um Klassíkina okkar

Framúrskarandi söngvarar, leikarar, kórar og hljóðfæraleikarar sameinast í veislunni undir stjórn Daníels Bjarnasonar og flytja landsmönnum marga af gimsteinum leikhústónlistar sem hljómað hafa í leikhúsum og menningarhúsum landsins á síðustu áratugum.

Lesa meira
Síða 1 af 10