EN

2012

Fyrirsagnalisti

Maxi-0636

21. desember 2012 : Maxímús Músíkús í enskri útgáfu á heimsvísu

Fyrsta bókin í bókaröðinni um músíkölsku sinfóníumúsina hann Maxa, „Maxímús Músíkús heimsækir hljómsveitina“ er nú komin út í enskri útgáfu með dreifingu á heimsvísu.

Það er tónlistarforlagið Music Word Media í New York sem gefur út „Maximus Musicus visits the orchestra“, bæði á prenti með  geisladiski meðfylgjandi og á rafbók fyrir Apple tæki með snertiskjá enda gefur forlagið allar sínar bækur út á þessum tveimur miðlum.

Lesa meira
einar_cd_promo_231

11. desember 2012 : Nýr diskur tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna

Út er kominn nýr hljómdiskur með Sinfóníuhljómsveit Íslands þar sem Einar Jóhannesson leikur fjóra klarínettukonserta með hljómsveitinni. Diskurinn er einstakur vitnisburður um einn af allra bestu listamönnum þjóðarinnar í einleikshlutverki í verkum eftir Mozart, Weber, Debussy og Jón Nordal.

Diskurinn er tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna í flokki sígildrar- og samtímatónlistar. Sinfóníuhljómsveit Íslands og Einar Jóhannesson eru einnig tilnefnd sem flytjandi ársins í sama flokki.

Einar Jóhannesson hefur skipað sér sess á ferli sínum sem einn fremsti flytjandi klassískrar tónlistar á Íslandi.

Lesa meira

8. desember 2012 : Jólagjörningur í Kringlunni

Verslunarferðin í Kringlunni sl. föstudag breyttist skyndilega í himneskt tónaflóð. Hljóðfæaraleikarar Sinfóníuhljómsveitar Íslands höfðu komið sér fyrir með hljóðfærin víðsvegar í Kringlunni. Fyrstur stillti bassaleikari sér upp og byrjaði að spila á miðju gólfi og smám saman flykktust fleiri hljóðfæraleikarar að honum og fyrr en varði var komin fullskipuð hljómsveit. Meðal áheyrenda leyndust  kórmeðlimir úr kór Áskirkju og kór Neskirkju sem skynidlega brustu út í söng með hljómsveitinni.  Fluttur var Hallelúja-kórinn eftir Händel við góðar  undirtektir allra viðstaddar.
Smellið á lesa meira til að horfa á myndskeið.

Lesa meira
ungir_listi

6. desember 2012 : Sigurvegarar í einleikskeppni SÍ og LHÍ

Á hverju ári fer fram keppni ungra einleikara sem Sinfóníuhljómsveit Íslands og Listaháskóla Íslands stendur að. Keppnin er opin nemendum á háskólastigi, óháð því hvaða skóla þeir sækja, og fá þeir hlutskörpustu að leika einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Einleikarakeppnin fór fram  27. október síðast liðinn. Alls tóku 10 nemendur þátt í keppninni, sex söngvarar og fjórir hljóðfæraleikarar. Hver einleikari flytur hálftíma dagskrá með verkum af ólíkum toga en dómnefnd keppninnar skipar tónlistarfólk í fremstu röð. Keppendur stóðu sig allir með prýði, en sex manna dómnefnd valdi fjóra sigurvegara til að koma fram með Sinfóníuhljómsveitinni á tónleikum þann 15. janúar 2013. Þau er: Einar Bjartur Egilsson, píanóleikari, Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, sellóleikari, Sólveig Steinþórsdóttir, fiðluleikari og Unnsteinn Árnason, söngvari.

Lesa meira
harpa_forsida

3. desember 2012 : Sinfónían tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna

Tilnefningar Íslensku tónlistarverðlaunanna 2012 voru kynnar föstudaginn 30. nóvember við hátíðlega athöfn í Hörpu.
Sinfóníuhljómsveit Íslands var tilnefnd í þremur fokkum í ár.

Hljómsveitin fékk tilnefningu sem tónlistarflytjandi ársins í flokki sígildrar- og samtímatónlistar.  Í áliti dómnefndar segir:
Á árinu tókst hljómsveitin á við margbreytileg verk á áræðinn og ferskan hátt. Meðal hápunkta ársins má nefna Beethoven-hringinn og Tectonics hátíðina.


Þá fékk Sinfóníuhljómsveit  Íslands  tilnefningu fyrir hljómplötu ársins í sama flokki fyrir Klarínettukonserta þar sem Einar Jóhannesson leikur einleik með hljómsveitinni.
Einstakur vitnisburður um einn af allra bestu listamönnum þjóðarinnar í einleikshlutverki í verkum eftir Mozart, Weber, Debussy og Jón Nordal.

Tectonics tónlistarhátíð Sinfóníuhjómsveitar Íslands  undir stjórn Ilans Volkov aðalhjómsveitarstóra var tilnefnd sem tónlistarviðburður ársins.

Lesa meira
CHANDOS RECORDS (CHAN 10514) 2009

13. nóvember 2012 : Fyrsta hljóðritun Chandos í Hörpu

Ralph Couzens, forstjóri Chandos stjórnaði upptökum og var hann mjög ánægður með hljómburðinn í Eldborg.

"Það eru ekki margir tónleikasalir sem hafa risið á síðastliðnum 30 árum sem hægt er að segja um "þeir náðu hljómburðinum réttum" en ég trúi því staðfastlega að í Eldborgarsal Hörpu í Reykjavík sé einn besti hljómburður í klassískum tónleikasal sem ég hef heyrt. Hljómurinn er skýr og víðáttumikill með náttúrulegum blæ þannig að hljómsveitin hljómar eins og best verður á kosið. Ég held að þessi salur hljómi jafn vel með stærstu hljómsveit og kór og ég hlakka til að fá að reyna það einn góðan veðurdag. Fyrsta reynsla mín af upptöku í salnum á þessu ári sannaði einnig að salurinn er algjörlega hljóðeinangraður - það var fárviðri fyrir utan! Get ekki beðið eftir að vinna þar aftur."

Lesa meira
tonsproti_jol_stor

25. október 2012 : Áheyrnarprufur fyrir jólatónleika

 

Áheyrnarprufurnar fyrir Litla trommuleikarann verða sunnudaginn 28. október kl. 11:00 á 4. hæð Hörpu.

Í ár er leitað eftir þremur slagverksleikurum á grunnskólaaldri til að flytja „Litla trommuleikarann“ eftir K.K. Davis með Sinfóníuhljómsveit Ísland.

Lesa meira
petur_stor

17. október 2012 : Pétur og úlfurinn á grunnskólatónleikum

Dagana 17. -19. október heldur Sinfóníuhljómsveit Íslands sex skólatónleikar fyrir nemendur í 1.-4. bekk grunnskólans. Við höldum á vit ævintýranna með Pétri og úlfinum eftir Prokofiev ásamt Bernd Ogrodnik brúðugerðameistara. Pétur og úlfurinn er saga sem hljóðfæri segja og brúðurnar gera ljóslifandi í glæsilegri uppfærslu Bernds Ogrodnik og Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Lesa meira

8. október 2012 : Ársfundur NOBU 11. og 12. október

Dagana 11. og 12. október tekur Sinfóníuhljómsveit Íslands á móti góðum gestum. NOBU, Nordisk Orkesterbiblioteksunion, samtök nótnavarða við sinfóníuhljómsveitir á Norðurlöndum munu halda ársfund sinn í Hörpu og fá við sama tækifæri skyggnst inn í íslenskan tónlistarheim.

 


Lesa meira
ungsveit_listi

28. september 2012 : Ungsveitin 30. september kl. 14

Undanfarin þrjú ár hafa tæplega hundrað ungmenni úr tónlistarskólum landsins safnast saman undir merkjum Sinfóníuhljómsveitarinnar og náð undraverðum árangri undir leiðsögn framúrskarandi hljóðfæraleikara og stjórnenda.

Á tónleikunum 30 september flytja þau Pláneturnar eftir Gustav Holst sem er eitt vinsælasta og glæsilegasta hljómsveitarverk 20. aldarinnar. Sjö reikistjörnum er lýst í áhrifamiklu tón máli, allt frá upphafsþættinum Stríðsboðanum Mars til lokaþáttarins, Hins dulræna Neptúnusar, þar sem raddir Stúlknakórs Reykjavíkur óma eins og úr órafjarlægð.

Lesa meira
Síða 1 af 3