EN

2012 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

osborne_stor

13. september 2012 : Upphafstónleikar 13. september

Á Upphafstónleikum nýs starfsárs Sinfóníuhljómsveitar Íslands 13. september leikur Steven Osborne tvo konserta eftir Ravel; Píanókonsert í G-dúr og Píanókonsert fyrir vinstri hönd. Einnig verður flutt 5. Sinfónía Tsjajkovskíjs undir stjórn aðalhljómsveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Ilans Volkov.
Steven Osborne er einn fremsti píanóleikari Breta og hefur hann getið sér framúrskarandi orðspor fyrir túlkun sína. Hann hefur hlotið hin virtu Gramophone-verðlaun og var fyrr á þessu ári útnefndur til BBC Music Magazine-verðlaunanna fyrir upptökur á heildarverkum Ravels fyrir píanó.

Lesa meira

6. september 2012 : Sinfónían leikur á Norræna kirkjutónlistarmótinu

Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur á opnunartónleikum Norræna kirkjutónlistarmótsins 2012 sem haldið er í Reykjavík frá 6.-9. september n.k. Tónleikarnir eru haldnir í Hallgrímskirkju  fimmtudaginn 6. september kl. 19.00. Flytjendur á opnunartónleikunum eru Sinfóníuhljómsveit Íslands, Mótettukór Hallgrímskirkju, Sönghópurinn Hljómeyki ásamt Þóru Einarsdóttur sópran, Tobias Nilsson kontratenór og Guðnýju Einarsdóttur organista. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Lesa meira

3. september 2012 : Áheyrnarprufur  fyrir jólatónleika

Áheyrnarprufur í einleikarakeppni jólatónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2012 verða haldnar sunnudaginn 28. október kl. 11:00 í Hörpu.  Í ár er leitað eftir þremur slagverksleikurum á grunnskólaaldri til að flytja „Litla trommuleikarann“ eftir K.K. Davis með Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Lesa meira
sinfo_harpa_stor

15. júní 2012 : Dagskrá næsta starfsárs kynnt

Það eru spennandi tímar framundan hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands á öðru starfsári í nýju tónleikahúsi. Fyrsta starfsár okkar í Hörpu fór fram úr björtustu vonum og framundan er fjölbreytt og forvitnileg dagskrá þar sem fjöldi framúrskarandi hljómsveitarstjóra og einleikara kemur fram með hljómsveitinni. Meðal þeirra má nefna bandarísku söngdívuna Deborah Voight, breska píanistann Steven Osborne og sænska klarinettuleikaran Martin Fröst. Þá kemur fjöldi íslenskra einleikara og einsöngvara fram með hljómsveitinni, m.a. Víkingur Heiðar Ólafsson, Auður Hafsteinsdóttir, Bjarni Thor Kristinsson og Hanna Dóra Sturludóttir.

Lesa meira

20. maí 2012 : Sinfónían hlýtur viðurkenningu IBBY

Í dag voru í Gunnarshúsi afhentar Vorvindaviðurkenningar IBBY á Íslandi við hátíðlega athöfn. Þrjár viðurkenningar voru veittar að þessu sinni fyrir störf að barnamenningu.

Sinfóníuhljómsveit Íslands fékk viðurkenningu fyrir metnaðarfullt barnastarf, m.a. með tónleikaröðinni Litla tónsprotanum og farsælu samstarfi við músina knáu Maxímús Músíkús.

Lesa meira
max_ballett_stor

15. maí 2012 : Maxímús - ný bók og tónleikar

Maxímús Músíkús bjargar ballettinum er þriðja bókin um músina tónelsku sem heillað hefur börn um allan heim. Sögurnar um Maxa hafa verið fluttar á fjölmörgum tónleikum og bækurnar um hann hafa komið út á ensku, þýsku, kóresku og færeysku. Höfundarnir, Hallfríður Ólafsdóttir og Þórarinn Már Baldursson, eru tónlistarmenn og leika með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Geisladiskur með tónlist flutt af Sinfóníuhljómsveitinni fylgir bókinni. Tónleikarnir með nýja ævintýrinu eru laugardaginn 19. maí kl. 14 og 17.

Lesa meira
tonsproti_kynnir_stor

22. apríl 2012 : Barnastund með Sinfóníunni


Sinfóníuhljómsveit Íslands býður upp á barnastund laugardaginn 28. apríl kl. 11.30 sem er sértaklega ætluð yngstu hlustendunum á aldrinum tveggja til fjögurra ára. Í Barnastundinni flytur hljómsveitin létta og skemmtilega tónlist í u.þ.b. 30 mínútur sem er sniðið að þeim hópi barna sem er of ungur til að sitja heila tónleika í Litla tónsprotanum. Barnastundin er haldin í opna rýminu fyrir framan Eldborg á annari hæð í Hörpu. Kynnir er trúðurinn Barbara og hljómsveitarstjóri er Bernharður Wilkinson. Vinsamlega takið með ykkur púða til að sitja á.

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Lesa meira

11. apríl 2012 : Ungu fólki boðið á Rómeó og Júlíu

Í vikunni býður Sinfóníuhljómsveit Íslands ungu fólki í efri bekkjum grunnskóla á tónleika í Eldborg þar sem flutt verður Rómeó og Júlía eftir Prokofíev. Leikararnir Esther Talía Casey og Jóhannes Haukur Jóhannesson eru sögumenn og stíga í hlutverk ungu elskendanna. Hljómsveitarstjóri er  Baldur Brönnimann og handritshöfundur er Ólafur Egilsson.

Lesa meira

27. mars 2012 : Aadland stjórnar í stað Labadie 30. mars

Hljómsveitarstjórinn Bernard Labadie  hefur afboðað komu sína á tónleika Sínfóníunnar föstudaginn 30. mars vegna forfalla. Í hans stað kemur Eivind Aadland er einn af virtustu hljómsveitarstjórum Noregs, en hann var aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar í Þrándheimi um sjö ára skeið frá árinu 2004.

Lesa meira