Fréttasafn
2012 (Síða 3)
Fyrirsagnalisti
Sinfóníuhljómsveitin á ferð og flugi
Hljómsveitinni er skipt niður í þrjár strengjasveitir, einn blásarakvintett og tvær þrjátíu manna hljómsveitir sem sækja grunnskólabörn og eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu heim. Alls verður leikið í 24 skólum og dvalarheimilum að þessu sinni.
Lesa meira
Listrænn ráðgjafi Sinfóníuhljómsveitarinnar
Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur ráðið Bengt Årstad sem listrænan rágjafa hljómsveitarinnar. Hann mun m.a. hafa yfirumsjón með dagskrárgerð komandi starfsára, bókun hljómsveitarstjóra og listamanna, sem og aðra tilfallandi ráðgjöf.
Bengt Årstad er sænskur og hefur mikla reynslu á sviði listrænnar stjórnunar. Undanfarin 12 ár hefur hann starfað hjá Fílharmóníuhljómsveitinni í Ósló.
Lesa meiraBreytingar á tónleikum 15. mars
Pétur og úlfurinn á skólatónleikum
Í þessari viku flytja Sinfóníuhljómsveit Íslands og Bernd Ogrodnik brúðugerðameistari Pétur og úlfinn á sex grunnskólatónleikum í Norðurljósum fyrir nemendur í 1. til 4. bekk. Sögumaður er Halldóra Geirharðsdóttir og hljómsveitarstjóri er Guðmundur Óli Gunnarsson.
Lesa meiraSinfónían fær auglýsingaverðlaun
Föstudagskvöldið 24.febrúar 2012 fór fram hin árlega afhending íslensku auglýsingaverðlaunanna. Sinfóníuhljómsveit Íslands og auglýsingastofan Jónsson og Le´macks fengu verðlaun fyrir bestu útvarpsauglýsinguna.
Lúðurinn er veittur í 16 flokkum þar sem auglýsingar sem skara fram úr á árinu 2011 eru verðlaunaðar. Það sem ræður úrslitum er hversu frumleg, snjöll og skapandi hugmyndin er og svo hversu vel hún er útfærð.
Lesa meira
Ungsveitin tilnefnd sem Bjartasta vonin
Hlustendur og starfsmenn Rásar 1 og Rásar 2 velja Björtustu vonina á Íslensku tónlistarverðlaununum í ár. Gjaldgengir eru allir íslenskir „nýliðar“ eða „nýliðar“ sem búa og starfa á Íslandi og vöktu athygli á nýliðnu tónlistarári, óháð útgáfu. Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands hlaut tilnefningu í flokknum.
Lesa meira
Opnað fyrir umsóknir í Ungsveit
Hljómsveitarnámskeið Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2012 stendur frá laugardeginum 8. september til sunnudagsins 30. september. Að þessu sinni verður verkefni hljómsveitarinnar Pláneturnar, op. 32 eftir Gustav Holst. Svissneski hljómsveitarstjórinn Baldur Brönnimann stjórnar námskeiðinu sem lýkur með tónleikum í Hörpu, 30. september kl. 14:00
Lesa meira
Tectonics tónlistarhátíð 1. - 3. mars
Áhugamenn um nýja og spennandi tónlist ættu að taka frá dagana 1. til 3. mars en þá hleypir Sinfóníuhljómsveit Íslands nýrri tónlistarhátíð af stokkunum í Hörpu. Á þremur dögum verður boðið upp á ótal tónleika í hinum ýmsu rýmum Hörpu þar sem leiða saman hesta sína Sinfóníuhljómsveit Íslands og ungir íslenskir tónlistarmenn úr raf- og spunageiranum. Auk þess stíga á stokk þekktir erlendir tónlistarmann úr heimi samtímatónlistar, þeirra á meðal breski píanóleikarinn John Tilbury, einn virtasti túlkandi heims á sviði nýrrar og nýlegrar píanótónlistar, sem og ástralski tónlistarmaðurinn Oren Ambarchi.
Lesa meiraTónskáldastofa 27. janúar kl. 9:30
Tónskáldastofa í Eldborg föstudaginn 27. janúar kl. 9:30-11:30
Föstudaginn 27. janúar efnir Sinfóníuhljómsveitin í annað sinn til Tónskáldastofu, þar sem þrjú íslensk tónskáld undir 35 ára aldri fá þjálfun og leiðsögn í að skrifa verk fyrir sinfóníuhljómsveit.
Valið er úr innsendum verkum og í ár var það danska tónskáldið Hans Abrahamsen sem valdi tónverkin Lancharan eftir Gunnar Karl Másson, Grafgötu eftir Guðmund Stein Gunnarsson og Kviku eftir Kristján Guðjónsson. Hljómsveitarstjóri er Ilan Volkov og fá tónskáldin athugasemdir og leiðbeiningar frá honum, hljómsveitarmeðlimum og tónskáldinu Hans Abrahamsen eftir flutninginn.
Með Tónskáldastofu tekur SÍ virkan þátt í uppeldi íslenskra hljómsveitartónskálda.
Tónskáldastofan er opin öllum og er aðgangur er ókeypis.
Lesa meira- Nýrri fréttir
- Eldri fréttir