Fréttasafn
2018 (Síða 5)
Fyrirsagnalisti

Paul Lewis á tvennum tónleikum
Píanósnillingurinn Paul Lewis heldur tvenna tónleika 1. og 4. febrúar. Á tónleikunum 1. febrúar lokar hann Beethoven-hringnum sem hefst í fyrra og leikur fimmta og síðasta píanókonsert Beethovens með Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Sunnudaginn 4. febrúar heldur hann einleikstónleika í Norðurljósum og leikur verk eftir þrjá meistara tónlistarinnar í Vínarborg á 18. og 19. öld – Haydn, Beethoven og Brahms.
Lesa meira
Ungsveit og Yrkja á Myrkum
Á Myrkum músíkdögum stendur hljómsveitin fyrir tvennum opnum tónleikum sem eru líður í öflugu fræðslustarfi sveitarinnar.
Á fimmtudaginn kl. 17:30 leikur Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands í samvinnu við Listaháskólann rýmisverkið Sila: The Breath of the World eftir John L. Adams í forsölum og á föstudaginn kl. 12 verða uppskerutónleikar Yrkju í Norðurljósum.
Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir.
Lesa meira
Alban Gerhardt heimsækir dvalarheimili og tónlistarskóla
Þýski sellóleikarinn Alban Gerhardt heimsótti heimilisfólk á dvalarheimilinu Þorraseli ásamt því að hann hélt námskeið fyrir tónlistarnemendur við LHÍ og MÍT í dag. Alban sinnir gjarnan fjölbreyttu samfélagsstarfi á tónleikaferðum sínum um heiminn og eru þessar heimsóknirnar liður í því góða starfi. Á fimmtudagskvöld leikur Alban Gerhardt einleik í sellókonsert nr. 1 eftir Shostakovitsj með Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Lesa meira
Recurrence einn af bestu diskum ársins 2017 á vef BBC
Diskurinn Recurrence með Sinfóníuhljómsveit Íslands, undir stjórn Daníels Bjarnason, hefur hlotið afar lofsamlega dóma erlendra gagnrýnenda og var nýverið valinn einn af fimm bestu diskum ársins að mati Christian Blauvelt, menningarritstjóra BBC Culture.
Lesa meira
Vínartónleikar á nýju ári
Vínartónleikar hafa um árabil verið allra vinsælustu tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Nokkur af djásnum valsakóngsins Johanns Strauss prýða efnisskrána sem hefst venju samkvæmt á forleiknum að Leðurblökunni og lýkur á Dónárvalsinum.
Tryggðu þér miða á tónleikana og fagnaðu nýju ári með Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Lesa meira- Nýrri fréttir
- Eldri fréttir