Fréttasafn
2018 (Síða 4)
Fyrirsagnalisti

Aukatónleikar á Skálmöld og Sinfóníuhljómsveit Íslands
Miðar á Skálmöld og Sinfóníuhljómsveit Íslands seldust upp á einungis 12 mínútum þegar þeir fóru í sölu í vikunni og komust því færri að en vildu. Vegna gríðarlegra vinsælda og fjölda áskorana hefur því verið ákveðið að bæta við aukatónleikum þann 23. ágúst kl. 20:00.
Miðasala á aukatónleikana hefst hér á vef hljómsveitarinnar mánudaginn 9. apríl kl. 12:00.
Lesa meira
Frumflutningur á Eddu II - Líf guðanna eftir Jón Leifs
Það var stórviðburður í íslensku tónlistarlífi að þetta risavaxna verk samið fyrir meira en hálfri öld hafi nú loksins verið frumflutt.
Tónleikarnir voru teknir upp af RÚV og sendir út á skírdag, og eru aðgengilegir í fjórar vikur á hér á vef hljómsveitarinnar.

Samkeppni um kórlag aldarafmælis fullveldis Íslands
Afmælisnefnd í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Íslands efnir til samkeppni um nýtt kórlag sem frumflutt verður 1. desember 2018 á hátíðadagskrá í Hörpu.
Kórlaginu (í raddsetningu fyrir blandaðan kór án undirleiks) skal skila á skrifstofu afmælisnefndar Kirkjustræti 8 fyrir kl. 16, 20. júlí 2018 merkt „Samkeppni um kórlag“.
Lesa meira
Recurrence: plata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum
Geisladiskurinn Recurrence var valin plata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum í sígildri- og samtímatónlist. Recurrence er fyrsti hljómdiskur af þremur sem bandaríska forlagið Sono Luminus gefur út í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Daníels Bjarnasonar.
Lesa meira

Yrkja IV - Auglýst eftir umsóknum
Tónverkamiðstöð og Sinfóníuhljómsveit Íslands kalla nú eftir umsóknum frá tónskáldum um þátttöku í fjórða hluta YRKJU.
YRKJA er starfsþróunarverkefni Tónverkamiðstöðvar og veitir tónskáldum sem stödd eru á fyrri hluta starfsferils síns, tækifæri til að vinna með Sinfóníuhljómsveit Íslands undir handleiðslu Önnu Þorvaldsdóttur staðartónskálds hljómsveitarinnar.
Umsóknarfrestur er til og með 1. apríl 2018.
Lesa meira
Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2017
Sinfóníuhljómsveit Íslands hlaut tvær tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2017. Recurrence er tilnefnd sem plata ársins en Daníel Bjarnason, sem stjórnaði plötunni og var staðarlistamaður hljómsveitarinnar, hlýtur samtals fimm tilnefningar. Tónleikarnir LA/Reykjavík eru tilnefndir sem tónleikaviðburður ársins.
Lesa meira
Osmo stjórnar Mahler nr. 2 á Listhátíð í Reykjavík 1. júní
Osmo Vänskä, heiðursstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, stjórnar Sinfóníu nr. 6 eftir Shostakovitsj á tvennum tónleikum í þessari viku, auk þess sem hann leikur á klarínett í Föstudagsröðinni. Næst kemur hann til landsins 1. júní og stjórnar Upprisusinfóníu Mahlers á Listahátíð í Reykjavík en einungis örfáir miðar eru eftir á þessa mögnuðu tónleika í Eldborg.
Lesa meira4.500 nemendur á skólatónleikum í vikunni
Sinfóníuhljómsveit Íslands tók á móti um 4.500 nemendum á fimm skólatónleikum í Eldborg í vikunni. Ævar vísindamaður hefur valið ævintýralega tónlist sem hann kynnir fyrir nemendum en tónleikunum var einnig streymt beint til grunnskóla um land allt.
Ævintýratónleikar Ævars verða einnig á dagskrá í tónleikaröðinni Litli tónsprotinn á laugardag kl. 14 og 16.
Lesa meira
Nýr diskur með verkum eftir sænska tónskáldið Dag Wirén
Út er kominn nýr hljómdiskur með hljómsveitarverkum sænska tónskáldsins Dag Wirén í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Diskurinn er gefinn út af breska útgáfufyrirtækinu Chandos og kom út í upphafi þessa mánaðar og kemur til landsins í næstu viku.
Lesa meira
Anna Þorvaldsdóttir útnefnd staðartónskáld
Anna Þorvaldsdóttir hefur verið útnefnd staðartónskáld Sinfóníuhljómsveitar Íslands og tekur hún við af Daníel Bjarnasyni sem hefur gegnt stöðunni undanfarin þrjú ár. Hlutverk Önnu verður margþætt: Hún mun semja ný tónverk fyrir hljómsveitina, auk þess sem hljómsveitin mun flytja önnur nýleg verk Önnu.
Lesa meira