EN

Tónleikar & miðasala

janúar 2019

Vínartónleikar 10. jan. 19:30 Fimmtudagur Eldborg | Harpa

Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafa um árabil verið allra vinsælustu tónleikar hljómsveitarinnar. Nokkur af djásnum valsakóngsins Johanns Strauss prýða efnisskrána sem hefst venju samkvæmt á forleiknum að Leðurblökunni og lýkur á Dónárvalsinum. Inn á milli heyrast meðal annars vinsælar óperettuaríur og dúettar, Heut' nacht hab' ich geträumt von dir eftir Kálman, sem hefur óvænt slegið í gegn á Íslandi á seinni árum við textann „Ég er kominn heim“. Af öðrum atriðum má nefna Kampavínsgalopp sem áhorfendur RÚV þekkja úr gamansömu tónlistarmyndbandi sem jafnan er sýnt á nýársnótt. Dansarar stíga einnig á svið og ljá tónleikunum einstakan hátíðarblæ.

Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað stundaði framhaldsnám við Hollensku óperuakademíuna og hefur sungið við frábærar undirtektir bæði í Hollandi og hér heima. Sveinn Dúa Hjörleifsson er fastráðinn við Óperuna í Leipzig en var áður fastur söngvari við Óperuhúsið í Linz og söng þar fjölmörg helstu hlutverk óperubókmenntanna. Danski hljómsveitarstjórinn Christian Kluxen hefur stjórnað víða um heim og er fastagestur við Óperuhúsið í Kaupmannahöfn auk þess að vera aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar í Victoria í Kanada.

Tónleikakynning » 18:00

Vínartónleikar 11. jan. 19:30 Föstudagur Eldborg | Harpa

Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafa um árabil verið allra vinsælustu tónleikar hljómsveitarinnar. Nokkur af djásnum valsakóngsins Johanns Strauss prýða efnisskrána sem hefst venju samkvæmt á forleiknum að Leðurblökunni og lýkur á Dónárvalsinum. Inn á milli heyrast meðal annars vinsælar óperettuaríur og dúettar, Heut' nacht hab' ich geträumt von dir eftir Kálman, sem hefur óvænt slegið í gegn á Íslandi á seinni árum við textann „Ég er kominn heim“. Af öðrum atriðum má nefna Kampavínsgalopp sem áhorfendur RÚV þekkja úr gamansömu tónlistarmyndbandi sem jafnan er sýnt á nýársnótt. Dansarar stíga einnig á svið og ljá tónleikunum einstakan hátíðarblæ.

Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað stundaði framhaldsnám við Hollensku óperuakademíuna og hefur sungið við frábærar undirtektir bæði í Hollandi og hér heima. Sveinn Dúa Hjörleifsson er fastráðinn við Óperuna í Leipzig en var áður fastur söngvari við Óperuhúsið í Linz og söng þar fjölmörg helstu hlutverk óperubókmenntanna. Danski hljómsveitarstjórinn Christian Kluxen hefur stjórnað víða um heim og er fastagestur við Óperuhúsið í Kaupmannahöfn auk þess að vera aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar í Victoria í Kanada.

Vínartónleikar 12. jan. 16:00 Laugardagur Eldborg | Harpa

Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafa um árabil verið allra vinsælustu tónleikar hljómsveitarinnar. Nokkur af djásnum valsakóngsins Johanns Strauss prýða efnisskrána sem hefst venju samkvæmt á forleiknum að Leðurblökunni og lýkur á Dónárvalsinum. Inn á milli heyrast meðal annars vinsælar óperettuaríur og dúettar, Heut' nacht hab' ich geträumt von dir eftir Kálman, sem hefur óvænt slegið í gegn á Íslandi á seinni árum við textann „Ég er kominn heim“. Af öðrum atriðum má nefna Kampavínsgalopp sem áhorfendur RÚV þekkja úr gamansömu tónlistarmyndbandi sem jafnan er sýnt á nýársnótt. Dansarar stíga einnig á svið og ljá tónleikunum einstakan hátíðarblæ.

Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað stundaði framhaldsnám við Hollensku óperuakademíuna og hefur sungið við frábærar undirtektir bæði í Hollandi og hér heima. Sveinn Dúa Hjörleifsson er fastráðinn við Óperuna í Leipzig en var áður fastur söngvari við Óperuhúsið í Linz og söng þar fjölmörg helstu hlutverk óperubókmenntanna. Danski hljómsveitarstjórinn Christian Kluxen hefur stjórnað víða um heim og er fastagestur við Óperuhúsið í Kaupmannahöfn auk þess að vera aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar í Victoria í Kanada.

Vínartónleikar 12. jan. 19:30 Laugardagur Eldborg | Harpa

Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafa um árabil verið allra vinsælustu tónleikar hljómsveitarinnar. Nokkur af djásnum valsakóngsins Johanns Strauss prýða efnisskrána sem hefst venju samkvæmt á forleiknum að Leðurblökunni og lýkur á Dónárvalsinum. Inn á milli heyrast meðal annars vinsælar óperettuaríur og dúettar, Heut' nacht hab' ich geträumt von dir eftir Kálman, sem hefur óvænt slegið í gegn á Íslandi á seinni árum við textann „Ég er kominn heim“. Af öðrum atriðum má nefna Kampavínsgalopp sem áhorfendur RÚV þekkja úr gamansömu tónlistarmyndbandi sem jafnan er sýnt á nýársnótt. Dansarar stíga einnig á svið og ljá tónleikunum einstakan hátíðarblæ.

Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað stundaði framhaldsnám við Hollensku óperuakademíuna og hefur sungið við frábærar undirtektir bæði í Hollandi og hér heima. Sveinn Dúa Hjörleifsson er fastráðinn við Óperuna í Leipzig en var áður fastur söngvari við Óperuhúsið í Linz og söng þar fjölmörg helstu hlutverk óperubókmenntanna. Danski hljómsveitarstjórinn Christian Kluxen hefur stjórnað víða um heim og er fastagestur við Óperuhúsið í Kaupmannahöfn auk þess að vera aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar í Victoria í Kanada.

Ungir einleikarar 17. jan. 19:30 Fimmtudagur Eldborg | Harpa

  • Efnisskrá

    Gustave Charpentier Depuis le jour, úr Louise
    Leonard Bernstein Glitter and be Gay, úr Candide
    W.A. Mozart Der Hölle Rache..., úr Töfraflautunni
    Jean Sibelius Fiðlukonsert í d-moll
    Samuel Barber Must the Winter Come So Soon, úr Vanessu
    W.A. Mozart Smanie implacabili, úr Cosi fan tutte
    Gustav Mahler Urlicht
    Jean Sibelius Var det en dröm, úr Fimm söngvum op. 37
    Georges Bizet Habanera, úr Carmen
    Edward Elgar Sellókonsert í e-moll

  • Hljómsveitarstjóri

    Ligia Amadio

  • Ungir einleikarar 2019

    Harpa Ósk Björnsdóttir, einsöngvari
    Guðbjartur Hákonarson, fiðluleikari
    Silja Elsabet Brynjarsdóttir, einsöngvari
    Hjörtur Páll Eggertsson, sellóleikari

Tónskáldaspjall 31. jan. 18:30 Fimmtudagur Hörpuhorn | Harpa

  • Um viðburðinn

    Opið spjall á undan tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Myrkum músíkdögum þar sem hljómsveitin flytur m.a. verkið Metacosmos eftir Önnu.

  • Tónskáld

    Anna Þorvaldsdóttir

  • Umsjón

    Árni Heimir Ingólfsson

Sinfónían á Myrkum músíkdögum 31. jan. 19:30 Fimmtudagur Eldborg | Harpa

Á Myrkum músíkdögum 2019 verða blásturshljóðfæri í forgrunni. Flautukonsert Þuríðar Jónsdóttur frá árinu 2008 er meistaraleg tónsmíð þar sem hún blandar saman einleiksflautu, hljómsveit og krybbu- og engisprettuhljóðum. 

Nýr konsert Páls Ragnars Pálssonar fyrir flautu og fagott hljómar hér í fyrsta sinn, en verkið er sérstaklega samið fyrir Hallfríði Ólafsdóttur, 1. flautuleikara Sinfóníunnar. Ítalski flautuleikarinn Mario Caroli sérhæfir sig í flutningi nýrrar tónlistar og frumflutti konsert Þuríðar með miklum glæsibrag árið 2009. Eistneski fagottleikarinn Martin Kuuskmann hefur sömuleiðis vakið heimseftirtekt fyrir túlkun sína á nýrri tónlist.

Auk þess hljómar hér í fyrsta sinn á Íslandi nýtt hljómsveitarverk Önnu Þorvaldsdóttur, staðartónskáld Sinfóníuhljómsveitar Íslands, samið fyrir Fílharmóníuhljómsveitina í New York og frumflutt þar undir stjórn Esa-Pekka Salonen í apríl síðastliðnum. Það er til marks um stöðu Önnu í tónlistarheiminum að hin víðfræga Fílharmóníuhljómsveit Berlínar mun flytja þetta nýja verk fáeinum dögum áður en það hljómar á Íslandi í fyrsta sinn.

Upptaktur tónleikanna verður óvenjulegur, því að Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands flytur hina einkar frumlegu tónsmíð Handsfree eftir breska tónskáldið Önnu Meredith, sem hún samdi fyrir Ungsveit Bretlandseyja. Verkið var frumflutt á Proms-tónlistarhátíðinni 2012 við frábærar undirtektir og hefur síðan farið sigurför um heiminn, enda með eindæmum skemmtilegt og nýstárlegt.