Dagsetning | Staðsetning | Verð | ||
---|---|---|---|---|
2. sep. 2022 » 20:00 » Föstudagur | Eldborg | Harpa | 2.900 - 6.500 kr | ||
Kaupa miða |
-
Efnisskrá
Auglýst síðar
-
Hljómsveitarstjóri
-
Einleikarar
Ari Þór Vilhjálmsson
Dísella Lárusdóttir
Erna Vala Arnardóttir
Julia Hantschel
Mikolaj Frach
Sigurður Flosason
Rannveig Marta Sarc
Steiney Sigurðardóttir
Edda Erlendsdóttir
Stefán Jón Bernharðsson
og fleiri einleikarar kynntir síðar
-
Kynnar:
Halla Oddný Magnúsdóttir
Guðni Tómasson
Undanfarin sex ár hafa Sinfóníuhljómsveit Íslands og RÚV efnt til glæsilegra tónleika í beinni sjónvarpsútsendingu undir yfirskriftinni „Klassíkin okkar“, en þeir hafa notið mikilla vinsælda og eru löngu orðnir fastur punktur í tónleikaárinu. Nú verður athyglinni beint að einleikskonsertinum og spannar litrík efnisskráin fjölda vinsælla og hrífandi konsertkafla frá ýmsum tímum og bera því að þessu sinni yfirskriftina Einleikaraveisla.
Meðal gimsteina konsertbókmenntanna sem hljóma á tónleikunum má nefna kafla úr hornkonserti Mozarts, sellókonserti nr. 1 eftir Shostakovitsj og píanókonserti nr. 1 eftir Chopin, að ógleymdum lokakaflanum úr fiðlukonserti Tsjajkovskíjs.
Framúrskarandi einleikarar á ýmis hljóðfæri koma fram í þessari einstöku dagskrá þar sem töfrar einleikskonsertsins verða í algleymingi. Hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason sem hefur stjórnað Klassíkinni okkar frá upphafi.