EN

2017 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

28. september 2017 : Kvikmyndatónlist frá Hollywood

Á tónleikum 12. október verður gægst í gullkistu kvikmyndatónlistar frá Hollywood. Leikin verða stef úr Superman og Star Wars eftir hinn sívinsæla John Williams og þekkt verk úr Gone with the Wind, Breakfast at Tiffany's, Ben-Húr og Brúin yfir ána Kwai. Hljómsveitarstjóri er Richard Kaufman sem hefur áratuga reynslu af störfum í Hollywood.

Tryggðu þér miða á tónleikana hér á vef hljómsveitarinnar!

Lesa meira

25. september 2017 : Ungsveitin sigri hrósandi!

Það ríkti mikil gleði á tónleikum Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands eftir flutning þeirra á Vorblóti Stravinskíjs síðastliðinn sunnudag. Ungsveitin hefur aldrei verið stærri enda Vorblótið samið fyrir risavaxna hljómsveit. 

Ungsveitin hefur vakið verðskuldaða athygli og hlaut viðurkenningu Íslensku tónlistarverðlaunanna sem Bjartasta vonin 2016.

Lesa meira

24. september 2017 : Fernir leikskólatónleikar í vikunni

Í þessari viku heldur Sinfóníuhljómsveit Íslands ferna skólatónleika á þriðjudag og miðvikudag í Eldborg og tekur á móti rúmlega 3.500 leikskólabörnum og nemendum í fyrsta bekk grunnskóla. 

Á tónleikunum hljómar einstaklega kraftmikið og heillandi færeyskt ævintýri sem nefnist Veiða vind og byggir á minninu um riddarann Ólaf Liljurós og hetjudáðum hans.

Lesa meira

21. september 2017 : Ungsveit leikur Vorblót sunnudaginn 24. september

Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands leikur Vorblót Stravinskíjs á sunnudaginn næstkomandi. Á þessum tónleikum mætir til leiks stærsti hópur sem leikið hefur undir merkjum Ungsveitarinnar enda Vorblótið samið fyrir risavaxna hljómsveit. Hljómsveitarstjóri er Daniel Raiskin.

Skólakortshafar fá miða á tónleikana á 1.700 kr.

Lesa meira

14. september 2017 : LA/Reykjavík | 3. - 12. október

Sinfóníuhljómsveit Íslands blæs til tveggja vikna hátíðar þar sem tónlist frá Los Angeles skipar veglegan sess. 

Leila Josefowicz leikur John Adams, Hamrahlíðakórarnir syngja Sálmasinfóníu Stravinskíjs, Calder-strengjakvartettinn heldur kammertónleika og Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur kvikmyndatónlist frá Hollywood. Kynntu þér dagskrána!

Tónleikapassi á alla tónleikana veitir 20% afslátt af miðaverði.

Lesa meira

6. september 2017 : Nýju starfsári ýtt úr vör

Sinfóníuhljómsveit Íslands ýtir nú nýju starfsári úr vör. Aðdragandi hvers starfsárs er langur; hljómsveitarstjórar og einleikarar eru bókaðir langt fram í tímann og fara á milli sinfóníuhljómsveita sem mynda flókið samstarfsnet um heim allan. Sinfóníuhljómsveit Íslands er hluti af þessu alþjóðlega samstarfsneti. Sinfóníuhljómsveitin hefur frá upphafi verið gluggi út í heim. Lesa meira

6. september 2017 : Arna Kristín Einarsdóttir endurráðin framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar

Stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur endurráðið Örnu Kristínu Einarsdóttur framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar frá og með 1. september til fjögurra ára. 

Lesa meira

3. september 2017 : Óperan Brothers á Listahátíð 2018

Óperan Brothers eftir Daníel Bjarnason verður sett á svið í Eldborg á Listahátíð í Reykjavík í júní 2018. Óperan var frumsýnd 16. ágúst síðastliðinn í Musikhuset í Árósum og fékk frábærar viðtökur áheyrenda og einróma lof gagnrýnenda.

Íslenska óperan setur sýninguna upp í samstarfi við Den Jyske Opera og Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Lesa meira

1. september 2017 : Klassíkin okkar í beinni sjónvarpsútsendingu 

Úrvalslið íslenskra söngvara flytur eftirlætis óperuaríur landsmanna í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV 1. september kl. 20:00.

Lesa meira

31. ágúst 2017 : Ungir einleikarar - opið fyrir umsóknir

Á hverju ári fer fram keppni ungra einleikara sem Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur fyrir í samvinnu við Listaháskóla Íslands. Umsóknarfrestur um þátttöku rennur út 6. október.

Lesa meira