EN

2017 (Síða 3)

Fyrirsagnalisti

24. ágúst 2017 : Nýr fiðlukonsert eftir Daníel Bjarnason

Nýr fiðlukonsert eftir Daníel Bjarnason, staðarlistamann Sinfóníuhljómsveitar Íslands, var frumfluttur af Fílharmóníusveit Los Angeles síðastliðinn þriðjudag af fiðluleikaranum Pekka Kuusisto undir stjórn Gustavo Dudamel. 

Fiðlukonsertinn, sem var pantaður af Sinfóníuhljómsveit Íslands og Fílharmóníusveit Los Angeles, verður frumfluttur á Íslandi á næsta starfsári Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Daníels.

Lesa meira

23. ágúst 2017 : Sinfónían á ferð og flugi

Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur verið á ferð og flug þessa viku og heimsótti nemendur Háskólann í Reykjavík, Álverið í Straumsvík og Smáralind þar sem hljómsveitin lék fyrir gesti og gangandi.

Lesa meira

20. ágúst 2017 : Klassíkin okkar - heimur óperunnar: Úrslit netkosningar

Sinfóníuhljómsveit Íslands, 10 einsöngvarar og 3 kórar flytja eftirlætis óperutónverk þjóðarinnar á tónleikum í Eldborg 1. september. Hlutskarpasta arían var Habanera úr Carmen, sem Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mun flytja. 

Lesa meira

18. ágúst 2017 : Tvær lausar stöður

Sinfóníuhljómsveit Íslands auglýsir stöðu almenns fiðluleikara og kontrabassaleikara lausar til umsóknar frá og með næsta starfsári. Umsóknarfrestur er til og með 9. september 2017.

Lesa meira

12. júní 2017 : Nýtt starfsár kynnt til leiks

Dagskráin á næsta starfári verður fjölbreytt og glæsileg, prýdd úrvalsliði innlendra og erlendar listamanna.

Almenn lausamiðasala og sala nýrra áskrifta er hafin í miðasölu Hörpu og hér á vef hljómsveitarinnar.

Lesa meira

2. júní 2017 : Sinfóníuhljómsveitin leikur með Skólahljómsveit Kópavogs

Sinfóníuhljómsveit Íslands og Skólahljómsveit Kópavogs, SK, halda sameiginlega tónleika í Kórnum í Kópavogi í dag. Alls munu um 150 nemendur SK taka þátt, auk Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Nemendum og starfsfólki Vatnsendaskóla og Hörðuvallaskóla í Kópavogi, alls um 1.700 manns, verður boðið á tónleikana.

Lesa meira

1. júní 2017 : Yrkja III - Tónskáldastofa

Tvö tónskáld voru valin til að skrifa verk fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands. Það eru Gísli Magnússon og Veronique Vaka Jacques sem þegar hafði verið valin til þátttöku. Þau vinna undir handleiðslu Daníels Bjarnasonar, staðarlistamanns Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Lesa meira

29. maí 2017 : Tónskáldið er dautt! Skólatónleikar

Í þessari viku heldur Sinfóníuhljómsveit Íslands ferna skólatónleika á miðvikudag og fimmtudag í Eldborg. Tónleikarnir bera nafnið Tónskálið er dautt! 

Verkefnið er til þessi gert að kynna nemendum heim hljómsveitartónlistar á spennandi og áhugaverðan átt. Sagan er eftir Lemony Snicket og fjallar um morð sem framið er í hljómsveitinni.  

Lesa meira

16. maí 2017 : Klassíkin okkar - Kjóstu þitt verk

Í annað sinn taka Sinfóníuhljómsveitin og RÚV höndum saman og gefa landsmönnum kost á að ráða efniskránni á fyrstu tónleikum hljómsveitarinnar á næsta starfsári.

Á meðan á kosningunni stendur verður Rás 1 með þætti í umsjón Guðna Tómassonar á laugardögum kl. 17 þar sem tónlistin er kynnt.

Kjóstu þitt uppáhalds verk

Lesa meira

10. maí 2017 : Opin kynning á næsta starfsári

Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands býður á opna kynningu með Árna Heimi Ingólfssyni, listrænum ráðgjafa SÍ, í aðdraganda tónleikanna á fimmtudaginnn 11. maí. Þar mun Árni Heimir gefa áhugasömum forskot á sæluna og kynna dagskrá næsta starfsárs. Formleg dagskrá verður gefin út um næstu mánaðamót. 

Kynningin hefst kl. 18 í Hörpuhorni og Smurstöðin sér um veitingasölu. 

Allir velkomnir.

Lesa meira