Fréttasafn
2019 (Síða 7)
Fyrirsagnalisti

Yrkja V - auglýst eftir umsóknum
Tónverkamiðstöð og Sinfóníuhljómsveit Íslands kalla nú eftir umsóknum frá tónskáldum um þátttöku í fimmta hluta YRKJU.
YRKJA er starfsþróunarverkefni Tónverkamiðstöðvar og veitir tónskáldum sem stödd eru á fyrri hluta starfsferils síns, tækifæri til að vinna með Sinfóníuhljómsveit Íslands undir handleiðslu Önnu Þorvaldsdóttur staðartónskálds hljómsveitarinnar.
Umsóknarfrestur er til og með 1. mars 2019.
Lesa meira
„Það var ótrúlegt ferðalag að skrifa Metacosmos“
Anna Þorvaldsdóttir, staðartónskáld Sinfóníuhljómsveitar Íslands, segir frá ævintýrinu sem skóp tónverkið Metacosmos. Hljómsveitin frumflytur verkið á Íslandi 31. janúar.
Tónskáldaspjall við Önnu í tilefni af frumflutningi verksins verður haldið í Hörpuhorni kl. 18:30 á tónleikadegi. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Lesa meira
Laus staða framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands
Sinfóníuhljómsveit Íslands óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra til starfa. Ráðið er í starfið til fjögurra ára frá og með 1. apríl 2019. Framkvæmdastjóri er talsmaður hljómsveitarinnar innanlands sem utan.
Umsóknarfrestur er til og með 11. febrúar 2019. Nánar hér .
Lesa meira
Ríflega 2.000 ungmenni á framhaldsskólatónleikum
Sinfóníuhljómsveit Íslands bauð ríflega 2.000 framhaldsskólanemendum á tónleika í Eldborg í dag. Hljómsveitin lék sívinsæla svítu Leonards Bernstein úr West Side Story undir stjórn hinnar brasilísku Ligiu Amadio.
Lesa meira
Heimildarmynd um Japansferð Sinfóníunnar á RÚV
Á þriðjudagskvöldið kl. 20:05 sýnir RÚV heimildarþátt um tónleikaferð sveitarinnar í Japan haustið 2018. Hljómsveitin hélt tólf tónleika fyrir fullu húsi í ellefu borgum með japanska píanóleikaranum Nobuyuki Tsujii undir stjórn Vladimir Ashkenazy, aðalheiðursstjórnanda hennar. Í myndinni er fylgst með sveitinni fyrstu daga ferðalagsins, á æfingum, tónleikum og óvæntum uppákomum á framandi slóðum. Þáttagerð önnuðust Halla Oddný Magnúsdóttir og Egill Eðvarðsson.
Lesa meira
Laus staða fjármálafulltrúa
Sinfóníuhljómsveit Íslands óskar eftir að ráða fjármálafulltrúa. Umsóknarfrestur er til og með 4. febrúar 2019.
Lesa meira
Ungir einleikarar stíga á svið
Fimmtudaginn 17. janúar stíga á svið í Eldborg sigurvegarar úr keppninni Ungir einleikarar sem Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur fyrir í samvinnu við Listaháskóla Íslands. Einleikararnir og einsöngsöngvararnir Harpa Ósk Björnsdóttir, Guðbjartur Hákonarson, Hjörtur Páll Eggertsson og Silja Elsabet Brynjarsdóttir báru sigur úr býtum í kepninni ár og koma fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands á þessum einstöku tónleikum.
Lesa meira
Staða leiðara í fagottdeild laus til umsóknar
Sinfóníuhljómsveit Íslands auglýsir lausa til umsóknar stöðu leiðara í fagottdeild. Umsóknarfrestur er til og með 3. febrúar 2019 og hæfnispróf fer fram 1. apríl 2019 í Hörpu. Nánari upplýsingar má á nálgast hér.
Lesa meira
Opin æfing fyrir eldri borgara
Rúmlega 1.200 eldri borgurum af höfuðborgarsvæðinu var boðið á opna æfingu fyrir Vínartónleika hljómsveitarinnar. Hljómsveitin flutti vínarvalsa og dúetta sem Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað og Sveinn Dúa Hjörleifsson fluttu af mikilli list. Þetta er í sjöunda sinn sem eldri borgurum er boðið á opna æfingu sem nýtur alltaf jafn mikilla vinsælda. „Þetta eru glöðustu og þakklátustu áheyrendur sem við fáum," segir Hjördís Ástráðsdóttir fræðslustjóri hljómsveitarinnar.
Lesa meira- Nýrri fréttir
- Eldri fréttir