EN

2019 (Síða 7)

Fyrirsagnalisti

1. febrúar 2019 : Yrkja V - auglýst eftir umsóknum

Tónverkamiðstöð og Sinfóníuhljómsveit Íslands kalla nú eftir umsóknum frá tónskáldum um þátttöku í fimmta hluta YRKJU.

YRKJA er starfsþróunarverkefni Tónverkamiðstöðvar og veitir tónskáldum sem stödd eru á fyrri hluta starfsferils síns, tækifæri til að vinna með Sinfóníuhljómsveit Íslands undir handleiðslu Önnu Þorvaldsdóttur staðartónskálds hljómsveitarinnar.

Umsóknarfrestur er til og með 1. mars 2019.

Lesa meira

28. janúar 2019 : „Það var ótrúlegt ferðalag að skrifa Metacosmos“

Anna Þorvaldsdóttir, staðartónskáld Sinfóníuhljómsveitar Íslands, segir frá ævintýrinu sem skóp tónverkið Metacosmos. Hljómsveitin frumflytur verkið á Íslandi 31. janúar.

Tónskáldaspjall við Önnu í tilefni af frumflutningi verksins verður haldið í Hörpuhorni  kl. 18:30 á tónleikadegi. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Lesa meira

26. janúar 2019 : Laus staða framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Sinfóníuhljómsveit Íslands óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra til starfa. Ráðið er í starfið til fjögurra ára frá og með 1. apríl 2019. Framkvæmdastjóri er talsmaður hljómsveitarinnar innanlands sem utan.

Umsóknarfrestur er til og með 11. febrúar 2019. Nánar hér .

Lesa meira

25. janúar 2019 : Ríflega 2.000 ungmenni á framhaldsskólatónleikum

Sinfóníuhljómsveit Íslands bauð ríflega 2.000 framhaldsskólanemendum á tónleika í Eldborg í dag. Hljómsveitin lék sívinsæla svítu Leonards Bernstein úr West Side Story undir stjórn hinnar brasilísku Ligiu Amadio.

Lesa meira

21. janúar 2019 : Heimildarmynd um Japansferð Sinfóníunnar á RÚV

Á þriðjudagskvöldið kl. 20:05 sýnir RÚV heimildarþátt um tónleikaferð sveitarinnar í Japan haustið 2018. Hljómsveitin hélt tólf tónleika fyrir fullu húsi í ellefu borgum með japanska píanóleikaranum Nobuyuki Tsujii undir stjórn Vladimir Ashkenazy, aðalheiðursstjórnanda hennar. Í myndinni er fylgst með sveitinni fyrstu daga ferðalagsins, á æfingum, tónleikum og óvæntum uppákomum á framandi slóðum. Þáttagerð önnuðust Halla Oddný Magnúsdóttir og Egill Eðvarðsson.

Lesa meira

15. janúar 2019 : Laus staða fjármálafulltrúa

Sinfóníuhljómsveit Íslands óskar eftir að ráða fjármálafulltrúa. Umsóknarfrestur er til og með 4. febrúar 2019.

Lesa meira

14. janúar 2019 : Ungir einleikarar stíga á svið

Fimmtudaginn 17. janúar stíga á svið í Eldborg sigurvegarar úr keppninni Ungir einleikarar sem Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur fyrir í samvinnu við Listaháskóla Íslands. Einleikararnir og einsöngsöngvararnir Harpa Ósk Björnsdóttir, Guðbjartur Hákonarson, Hjörtur Páll Eggertsson og Silja Elsabet Brynjarsdóttir báru sigur úr býtum í kepninni ár og koma fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands á þessum einstöku tónleikum.

Lesa meira

12. janúar 2019 : Staða leiðara í fagottdeild laus til umsóknar

Sinfóníuhljómsveit Íslands auglýsir lausa til umsóknar stöðu leiðara í fagottdeild. Umsóknarfrestur er til og með 3. febrúar 2019 og hæfnispróf fer fram 1. apríl 2019 í Hörpu. Nánari upplýsingar má á nálgast hér.

Lesa meira

10. janúar 2019 : Opin æfing fyrir eldri borgara

Rúmlega 1.200 eldri borgurum af höfuðborgarsvæðinu var boðið á opna æfingu fyrir Vínartónleika hljómsveitarinnar. Hljómsveitin flutti vínarvalsa og dúetta sem Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað og Sveinn Dúa Hjörleifsson fluttu af mikilli list. Þetta er í sjöunda sinn sem eldri borgurum er boðið á opna æfingu sem nýtur alltaf jafn mikilla vinsælda. „Þetta eru glöðustu og þakklátustu áheyrendur sem við fáum," segir Hjördís Ástráðsdóttir fræðslustjóri hljómsveitarinnar.

Lesa meira
Síða 7 af 7