Fréttasafn
2019 (Síða 6)
Fyrirsagnalisti

Aiōn
Aiōn er nýtt tón- og dansverk eftir Önnu Þorvaldsdóttur og Ernu Ómarsdóttur og er samstarfsverkefni Íslenska dansflokksins, Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Gautaborgar. Verkið verður frumflutt í Gautaborg með Íslenska dansflokknum í vor og Sinfóníuhljómsveit Íslands sýnir svo verkið með í Hörpu í apríl 2020.
Lesa meira
Óperan Brothers valin tónlistarviðburður ársins
Flutningur Íslensku óperunnar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands á óperunni Brothers eftir Daníel Bjarnason á Listahátíð í Reykjavík árið 2018 var valinn tónlistarviðburður ársins í sígildri og samtímatónlist á Íslensku tónlistarverðlaununum sem haldin var í Hörpu miðvikudaginn 13. mars.
Lesa meira
Opin kynning með Vinafélaginu
Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands býður á opna kynningu með Árna Heimi Ingólfssyni, listrænum ráðgjafa hljómsveitarinnar, í Hörpuhorni 14. mars kl. 18:20. Þar mun Árni Heimir kynna dagskrá næsta starfsárs hljómsveitarinnar ásamt því að gefa tónleikagestum innsýn í verkin sem hljóma á tónleikum kvöldsins.
Lesa meira
Upptökur í vikunni með Sono Luminus
Í vikunni standa yfir upptökur í Norðurljósum á íslenskum hljómsveitarverkum undir stjórn Daníels Bjarnasonar fyrir Sono Luminus útgáfuna. Síðar á þessu ári koma út tveir diskar með verkum m.a. eftir Önnu Þorvaldsdóttur, Pál Ragnar Pálsson, Þuríði Jónsdóttur, Hauk Tómasson og Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur.
Lesa meira
Klassíkin okkar - segðu okkur þína sögu
Nú leitar Sinfóníuhljómsveit Íslands og RÚV að tónlistarsögunum ykkar: Sögum af því hvernig sígild tónverk hafa haft áhrif á ykkur, hvernig þau minna ykkur á merkilega atburði eða minnisstæðar manneskjur. Sendu okkur þína sögu á ruv.is.
Lesa meira
Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2018
Sinfóníuhljómsveit Íslands og listamenn sem störfuðu með hljómsveitinni á árinu hlutu fjölda tilnefninga á Íslensku tónlistarverðlaununum í ár. Meðal annars er frumflutningur hljómsveitarinnar á Eddu II eftir Jón Leifs tilnefndur sem tónlistarviðburður ársins og Anna Þorvaldsdóttir, staðartónskáld hljómsveitarinnar, hlaut þrjár tilnefningar fyrir Verk og Plötu ársins. Tónlistarævintýrið Maxímús músíkús fer á fjöll er einnig tilnefnt sem Plata ársins.
Lesa meira
Sæunn leikur Bow to String
Fimmtudaginn 21. febrúar hljómar Bow to String í fyrsta sinn á Íslandi í útsetningu fyrir selló og sinfóníuhljómsveit. Daníel Bjarnason samdi verkið fyrir Sæunni Þorsteinsdóttur sem er einn fremsti sellisti Íslands. Upphaflega stóð til að Pekka Kuusisto léki fiðlukonsert Daníels á tónleikunum en hann þurfti að aflýsa komu sinni vegna handarmeins.
Tónleikarnir verða teknir upp í mynd og streymt beint hér á vef hljómsveitarinnar ásamt því að vera útvarpað á Rás 1.
Lesa meira
Liðsmaður óskast á skrifstofu
Sinfóníuhljómsveit Íslands óskar eftir að ráða fulltrúa á skrifstofu í fullt starf.
Umsóknarfrestur er til og með 4. mars 2019.
Lesa meira
3.000 nemendum frá 30 grunnskólum boðið á tónleika
Í vikunni tekur hljómsveitin á móti nemendum úr grunnskólum af höfuðborgarsvæðinu. Hljómsveitin leikur m.a. verk eftir Grieg, Beethoven, Dvořák og John Williams undir stjórn Tung-Chieh Chuang sem hlaut fyrstu verðlaun í hinni virtu Malko-hljómsveitarstjórakeppni árið 2015. Kynnir á tónleikunum er Halldóra Geirharðsdóttir.
Lesa meira
Ferskir vindar í blásaradeildinni
Á síðustu árum hafa margir ungir hljóðfæraleikarar bæst í raðir Sinfóníuhljómsveitar Íslands og borið með sér ferska vinda úr ýmsum áttum. Þeirra á meðal eru Bandaríkjamaðurinn Frank Hammarin, sem gekk til liðs við horndeildina haustið 2016, og Bryndís Þórsdóttir, sem hóf störf sem fagottleikari vorið 2017.
Í viðtalinu ræða þau helstu áskoranirnar við draumastarfið.
Lesa meira