Fréttasafn
2020 (Síða 5)
Fyrirsagnalisti

Komin heim eftir glæsilega tónleikaferð til Bretlands
Sinfóníuhljómsveit Íslands er komin heim eftir velhepnnaða tónleikaferð um Bretland undir stjórn hljómsveitarstjórans Yan Pascal Tortelier. Hljómsveitin hélt átta tónleika í mörgum af helstu tónleikahúsum Bretlands. Anna Þorvaldsdóttir staðartónskáld var með í ferðinni og lék hljómsveitin verkið hennar Aeriality á öllum tónleikum ferðarinnar.
Lesa meira
Leitað að styrktaraðilum
Sinfóníuhljómsveit Íslands leitar að nýjum styrktaraðilum en samstarfsamningur hljómsveitarinnar við Gamma rennur út í vor. Leitað er eftir aðilum sem hafa áhuga á að efla starf hljómsveitarinnar og styða við bakið á íslenskri menningu en hljómsveitin hefur á síðustu áratugum átt í farsælu samstarfi við ýmis fyrirtæki.
Lesa meira
Tónleikaferð til Bretlands
Sinfóníuhljómsveit Íslands er á tónleikaferðalagi í Bretlands og heldur átta tónleika og leikur hún í nokkrum fremstu tónleikahúsum Bretlands , m.a. Symphony Hall í Birmingham, Usher Hall í Edinborg og Cadogan Hall í Lundúnum. Fyrstu tónleikar ferðarinnar voru í Royal Concert Hall í Nottingham á laugardagsvköldið undir stjórn Yan Pascal Tortelier.
Lesa meira
Skráning hafin í Ungsveitina
Skráning er hafin í Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands fyrir haustið 2020. Umsóknarfrestur er til og með 1. apríl. Verkefni Ungsveitarinnar að þessu sinni verður önnur sinfónía Sibeliusar undir stjórn Eivinds Aadland. Eivind hefur átt farsælt samstarf með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Ungsveitinni og náð þar framúrskarandi árangri.
Lesa meira

Ashkenazy dregur sig í hlé
Vladimir Ashkenazy, heiðursheiðursstjórnandi hljómsveitarinnar, hefur ákveðið að draga sig í hlé frá öllu tónleikahaldi. Þetta tilkynnti umboðsmaður hans, Jasper Parrott, sl. föstudag. Ashkenazy, sem er 82 ára, hefur verið meðal fremstu tónlistarmanna heims í meira en hálfa öld. Hann vakti fyrst alþjóðlega athygli þegar hann hlaut önnur verðlaun í Chopin-keppninni í Varsjá árið 1955. Allar götur síðan hefur hann ferðast heimshorna á milli ásamt eiginkonu sinni, Þórunni Jóhannsdóttur, og haldið tónleika ásamt fremsta tónlistarfólki heims.
Lesa meira
Gubaidulina: ,,Öll tónlist ber með sér andlegt inntak“
Tónlist Sofiu Gubaidulinu verður áberandi á tónleikum Sinfóníuhljómsveit Íslands á vormisserum 2020 þar sem þrjú lykilverk hennar munu hljóma á tónleikum, tvö þeirra í fyrsta sinn á Íslandi. Gubaidulina veitir nær aldrei viðtöl en af þessu tilefni féllst hún á að svara nokkrum spurningum frá Íslandi.
Lesa meira
Concurrence hlýtur frábæra dóma heimspressunnar
Nýjasta plata Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Concurrence, hefur fengið frábæra dóma og var valin á árslista m.a. hjá The New York Times, NPR og Second Inversion sem ein af bestu útgáfum ársins. „Eyríkið Ísland er, þrátt fyrir smæð sína, risi á sviði klassískrar tónlistar,“ sagði tónlistargagnrýnandi NPR meðal annars um plötuna.
Lesa meira- Nýrri fréttir
- Eldri fréttir