Fréttasafn
Fréttasafn: 2024 (Síða 5)
Fyrirsagnalisti

Mikilvægt samtal við hljómsveitina
Vera Panitch er 2. konsertmeistari Sinfóníuhljóm sveitar Íslands en bregður sér í hlutverk einleikarans 22. febrúar næstkomandi og leikur hinn magnþrungna fiðlukonsert danska tónskáldsins Carls Nielsen. Hún segir verkið bæði hrífandi og ögrandi.
Lesa meira
Tvær lausar tutti stöður í annarri fiðlu
Sinfóníuhljómsveit Íslands auglýsir til umsóknar tvær lausar tutti stöður í annarri fiðlu.
Hæfnispróf fer fram 30. maí 2024 í Hörpu.
Lesa meira

Staða leiðara í slagverksdeild
Sinfóníuhljómsveit Íslands auglýsir lausa til umsóknar stöðu leiðara í slagverksdeild.
Hæfnispróf fer fram 28. maí 2024 í Hörpu.

Baggalútur og Sinfó sameinast þann 13. júní á stórtónleikum í Hörpu
Tvær ástsælustu hljómsveitir landsins, gleði- og aðventusveitirnar Sinfóníuhljómsveit Íslands og Baggalútur, sameina krafta sína á stórtónleikum í Eldborg í júní.
Tryggið ykkur sæti í tíma – Miðasala hafin hér á vefnum og í miðasölu Hörpu.

Ungsveitarnámskeið SÍ 2024
Prufuspil fyrir þátttöku í Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2024 verða haldin í Hörpu 18., 19. og 20. mars næstkomandi.
Verkefni Ungsveitarinnar að þessu sinni er Sinfónía nr. 9 frá Nýja heiminum eftir Dvorák og Fanfare for the Common Man eftir Copland undir stjórn Nathanaël Iselin.
Hér má nálgast nánari upplýsingar fyrir umsækjendur.
Lesa meira

Sigurvegarar Ungra einleikara 2024
Seinni umferð keppninnar Ungir einleikarar fór fram föstudaginn 5.janúar í Kaldalóni í Hörpu. Ungir einleikarar er samstarfsverkefni LHÍ og Sinfóníuhljómsveitar Íslands en sigurvegarar keppninnar fá tækifæri til þess að flytja einleik á Eldborgarsviði Hörpu ásamt Sinfóníuhljómsveitinni.
Lesa meira
- Nýrri fréttir
- Eldri fréttir