Fréttasafn
Fréttasafn: 2024 (Síða 4)
Fyrirsagnalisti

Baggalútur og Sinfó á sumartónleikum í Eldborg
Miðasala er í fullum gangi á tónleika Baggalúts og Sinfó 13. og 15. júní í Eldborg. Leikin verða fjölmörg gríðarlega vinsæl, fjörug, hugljúf og ástsæl lög Baggalúts, listilega útsett fyrir hljómsveitina af vandvirku fagfólki – þar sem listrænir núansar og blæbrigði í melódíum og textum fá notið sín til fulls. Hér má finna nánari upplýsingar um tónleikana.

Listrænn ráðgjafi
Umsóknarfrestur er til og með 16. maí nk.
Sinfóníuhljómsveit Íslands leitar að listrænum ráðgjafa í 50% starf til eins árs.
Lesa meira
Eva Ollikainen lýkur samningstíma sínum sem aðalhljómsveitarstjóri og listrænn stjórnandi í lok starfsársins 2025/26
Eva Ollikainen, sem tók við stöðu aðalhljómsveitarstjóra og listræns stjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands haustið 2020, mun ekki framlengja samningi sínum þegar hann rennur út í lok starfsársins 2025/26.
Lesa meira
„Sinfónían í blóma“ hlýtur gullverðlaun FÍT
Kynningarefni Sinfóníuhljómsveitar Íslands „Sinfónían í blóma“ vann til gullverðlauna á FÍT-keppninni síðastliðna helgi í flokknum Myndlýsingar fyrir auglýsingar og herferðir. Félag íslenskra teiknara stendur fyrir verðlaunahátíðinni á hverju ári þar sem keppt er um það besta í grafískri hönnun og myndlýsingum á Íslandi.

Glæsilegir tónleikar í Borgarnesi og Stykkishólmi í síðustu viku
Sinfóníuhljómsveit Íslands heimsótti Borgarnes og Stykkishólm í síðustu viku og hélt alls þrenna vel heppnaða tónleika. Hátt í 400 gestir sóttu tónleika hljómsveitarinnar í íþróttahúsinu Stykkishólmi þar sem Eva Ollikainen stjórnaði og Steiney Sigurðardóttir sellóleikari var í einleikshlutverkinu.
Lesa meira
Tilnefningar til FÍT-verðlaunanna
Kynningarefni Sinfóníunnar er tilnefnt til FÍT-verðlaunanna í þremur flokkum; hreyfigrafík, umhverfisgrafík og í myndlýsingum fyrir auglýsingar og herferðir.
Hlutverk verðlaunanna er að viðurkenna þau verk sem skara fram úr á Íslandi í grafískri hönnun og myndlýsingum.

Tilnefning til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2024
Plata Sinfóníuhljómsveitar Íslands Icelandic Works for the Stage er tilnefnd sem plata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum 2024 í flokknum sígild og samtímatónlist.
Lesa meira
Sinfóníuhljómsveit Íslands fer í skólaheimsókir í vikunni
Sinfóníuhljómsveit Íslands bregður undir sig betri fætinum og heimsækir nokkra grunnskóla í Reykjavík í vikunni. Hjómsveitin mun halda sex skólatónleika í Seljaskóla, Breiðholtsskóla, Rimaskóla og Klettaskóla.
Lesa meira
Tónleikaferð Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Stykkishólm og Borgarnes í vikunni
Sinfóníuhljómsveit Íslands kemur í Stykkishólm og heldur glæsilega tónleika í íþróttahúsinu fimmtudagskvöldið 7. mars kl. 19.30. Dagskrá tónleikanna skartar þremur verkum eftir höfuðtónskáld klassíska tímans en auk þess hljóma þrjú hugljúf íslensk lög í flutningi hljómsveitarinnar og sameinaðra kóra á Snæfellsnesi.
Lesa meira
Aukatónleikar með Baggalút og Sinfó laugardaginn 15. júní – miðasalan hafin
Vegna fjölda eftirspurna hefur aukatónleikum verið bætt við á stórtónleika Baggalúts og Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg laugardagskvöldið 15. júní kl. 20.
Miðasala er hafin hér á vefnum og í miðasölu Hörpu.
Lesa meira