Fréttasafn
2011
Fyrirsagnalisti
Sinfónían tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna
Úrslit í einleikarakeppni LHÍ og SÍ
Dagana 11. og 12. nóvember síðastliðinn fór fram samkeppni Listaháskólans og Sinfóníuhljómsveitar Íslands um þátttöku einleikara eða einsöngvara á tónleikum hljómsveitarinnar þann 12. janúar næstkomandi. Keppnin var ætluð tónlistarnemendum sem eru á bakkalárstigi í sínu námi.
Þáttakendur voru 14 að þessu sinni, fimm hljóðfæraleikarar og níu söngvarar. Sex manna dómnefnd valdi fjóra keppendur. Þeir eru Chrissie Thelma Guðmundsdóttir, fiðluleikari, Elín Arnardóttir, píanóleikari, Hrafnhildur Árnadóttir, söngkona, og Ísak Ríkharðsson, fiðluleikari.
Lesa meiraSÍ ræður nýja starfmenn
Una Eyþórsdóttir hefur verið ráðin mannauðsstjóri SÍ frá og með 1. desember nk. og Hjördís Ástráðsdóttir hefur verið ráðin fræðslustjóri SÍ og mun hún hefja störf 1. janúar .
Lesa meiraSigríður og Sigurður -Nýr diskur
Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson ásamt SÍ
Lesa meiraGrunnskólabörnum boðið á tónleika
Í næstu viku býður hljómsveitin gunnskólanemum úr 5-7 bekk á tónleika þar sem hljómsvein kynnir sig og krökkunum gefst tækifæri til að kynnast hljóðfærunum betur. Haldnir veða þrennir tónleikar í Eldborg enda munum við taka á móti allt að 3000 nemendum.
Kynnir á tónleikunum er Halldóra Geirharðsdóttir leikkona en hún hefur einstakt lag á að opna heim tónlistarinnar fyrir börnum, auka upplifun þeirra og ánægju. Hjómsveitarstjóri er Bernharður Wilkinson.
Lesa meiraSamningar undirritaðir - verkfalli aflýst
Hljóðfæraleikarar Sinfóníuhljómsveitar Íslands undirrituðu kjarasamning í húsi ríkissáttasemjara nú á áttunda tímanum í kvöld. Verkfall hefur verið afboðað og ljóst að fyrirhugaðir tónleikar á fimmtudag og föstudag verða haldnir.
Lesa meiraKjaraviðræður standa yfir
Kjaraviðræður hljóðfæraleikara Sinfóníuhljómsveitar Íslands og ríkisins sanda nú yfir hjá ríkissáttasemjara og verið er að leita allra leiða svo ekki komi til boðaðra verkfallsaðgerða þann 3. og 4. nóvember næstkomandi.
Hægt er að fylgjast með fréttum af gangi mála hér á vefnum og í fjölmiðlum.
Ef til verkalls kemur verður þeim sem hafa keypt miða á tónleikana boðið að koma á aðra tónleika eða að fá miðana endurgreidda.
Lesa meiraÁlyktun stjórnar Sinfóníuhljómsveitar Íslands
Stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu mála í kjaraviðræðum hljóðfæraleikara Sinfóníuhljómsveitarinnar og ríkisins. Stjórnin hvetur málsaðila til að leita allra leiða svo ekki komi til boðaðra verkfallsaðgerða þann 3. nóvember næstkomandi.
Lesa meiraUngsveitin hefur æfingar í Hörpu
Hljómsveitarnámskeið Ungsveitarinnar mun standa frá laugardeginum 15. október til sunnudagsins 6. nóvember 2011. Þetta er í Þriðja sinn Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur námskeiðið og að þessu sinni fer það fram í Hörpu og endar með tónleikum í Eldborg sunnudaginn 6. nóvember kl. 14:00.
Að þessu sinni mun verkefni hljómsveitarinnar vera hin stórbrotna sinfónía nr. 5 eftir Mahler. Svissneski hljómsveitarstjórinn Baldur Brönnimann mun stjórna námskeiðinu en jafnframt munu nemendur njóta leiðsagnar leiðandi hljóðfæraleikara SÍ.
Lesa meiraÍ fyrsta sinn á Airwaves
Nú tekur Sinfóníuhljómsveitin í fyrsta sinn þátt í Iceland Airwave. Á þrennum tónleikum 13. október verða leikin verk eftir Daníel Bjarnason og Valgeri Sigurðsso, auk þess sem einn fremsti nútímatónlistarhópur Bandaríkjanna, ITC, flytur eitt af meistaraverkum mínímalismans, Different Trains eftir Steve Reich.
Kl. 20:00
Valgeir Sigurðsson: Draumalandið
Kl. 21:00
Daníel Bjarnason: Processions, píanókonsert
Daníel Bjarnason: Birting
Einleikari: Víkingur Heiðar Ólafsson
Kl. 22:00
Steve Reich: Different Trains
Einleikarar: ICE (International Contemporary Ensemble) strengjakvartett
Miðaverð er 2.500 kr. og gildir miðinn á alla þrenna tónleikana. Þeir sem kaupa sig inn á Airwaves fá ókeypis aðgang.
- Nýrri fréttir
- Eldri fréttir