EN

2014

Fyrirsagnalisti

19. desember 2014 : Sinfónían um hátíðarnar

Upptökur með Sinfóníuhljómsveit Íslands verða á dagkrá RÚV, Rásar 1 og í jólapakka Sjónvarps Símans um hátíðarnar. Það ættu því allir að geta fundið sinfóníutónleika við hæfi.

Lesa meira

8. desember 2014 : 4 tilnefninar til Íslensku tónlistarverðlaunanna

Tilnefningar Íslensku tónlistarverðlaunanna 2014 voru kynntar á degi íslenskrar tónlistar og fær Sinfóníuhljómsveit Íslands fjórar tilnefningar að þessu sinni. Þrjár tilnefningar fyrir samstarf Sinfóníuhljómsveitarinnar með Skálmöld og eina fyrir hljómdiskinn Aríu með Gissuri Páli Gissurarsyni.

Lesa meira

1. desember 2014 : Áheyrnarprufur fyrir einsöngvara

Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur áheyrnarprufur fyrir einsöngvara miðvikudaginn 4. febrúar 2015. Valið verður í áheyrnarprufur út frá hljóðritum þátttakenda og er áhugasömum bent á að senda inn upptökur með söng sínum fyrir mánudaginn 12. janúar 2015. Lesa meira

28. nóvember 2014 : Aría kemur út

Út er komin nýr hljómdiskur þar sem Gissur Páll Gissurarson, tenór, syngur ítalskar aríur með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Upptökurnar fóru fram í Norðurljósum í Hörpu, í desember 2014. Á disknum eru verk eftir Gaetano Donizetti, Giuseppe Verdi, Ruggiero Leoncavallo og Francesco Cilea. SENA gefur út. Lesa meira

20. nóvember 2014 : Aeriality kemur út hjá Deutsche Grammophone

Út er kominn nýr hljómdiskur hjá hnni virtu útgáfu Deutsche Grammophone með verkum íslenska tónskáldsins Önnu Þorvaldsdóttur. Á disknum er að finna 6 verk hennar en meðal þeirra er verkeið Aeriality sem samið var fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands og leikið og frumflutt á tónleikum hennar í nóvember 2011. SÍ lét verkið síðar inn á hljóðrit sem nú er að finna á nýja hljómdisknum sem heitir Aerial. Þetta er í fyrsta sinn sem upptaka með Sinfóníuhljómsveit Íslands kemur út hjá þessu virta útgáfufyrirtæki sem margir þekkja til.

Lesa meira

19. nóvember 2014 : Ný stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson, hefur skipað nýja stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands, til fjögurra ára. Nýr stjórnarformaður er Sigurbjörn Þorkelsson. Lesa meira

11. nóvember 2014 : Sigurvegarar í einleikarakeppni SÍ og LHÍ

Á hverju ári heldur Sinfóníuhljómsveitiní samstarfi við Listaháskóla Íslands einleikarakeppni sem er opin öllum tónlistarnemum á háskólastigi, óháð því hvaða skóla þeir sækja. Hver nemandi flytur hálftíma dagskrá með verkum af ólíkum toga.

Að þessu sinni fór einleikarakeppnin fer fram 8. nóvember og spila þeir er bera sigur úr bítum einleikt með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í janúar. Sérstök stemning myndast á þessum tónleikum þar sem blístur, stapp og hvatningarhróp eru partur af fagnaðarlátunum.

Lesa meira
sinfo_harpa_stor

7. nóvember 2014 : Auglýst eftir klarínettuleikara

Birt hefur verið auglýsing þar sem kynnt eru áherynapróf vegna stöðu 2. klarínettuleikara við Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Viðkomandi er einnig uppfærslumaður og gegnir skyldum vegna Es-klarínetts. Um er að ræða 100% starfshlutfall. Gert er ráð fyrir að ráðið verði í stöðuna á starfsárinu 2015-2016.

Lesa meira

6. nóvember 2014 : Sigurvegarar í áheyrnaprufum fyrir jólatónleikana 2014

Kristín Ýr Jónsdóttir, flautuleikari, og Fríða Rún Frostadóttir, hörpuleikari, voru hlutskarpastar í áheyrnarprufum Sinfóníuhljómsveitarinnar fyrir jólatónleika hennar 2014.

Lesa meira

10. október 2014 : Sinfóníuhljómsveitin leikur í Hnotubrjótnum

Á aðventunni mun rússneski dansflokkurinn St. Petersburg Festival Ballet snúa aftur í Hörpu og sýna Hnotubrjótinn, við tónlist Tchaikovskys sem flutt verður af Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn hljómsveitarstjórans Sergey Fedoseev.

Sýningardagarnir verða haldnar 21. 22 og 23. nóvember í Eldborg. Ballettsýningar sem þessar eru mikilvægur hluti af jóladagskrá í mörgum tónlistarhúsum heim.


Hægt er að kaupa miða í miðasölu Hörpu og á harpa.is

Lesa meira
Síða 1 af 4