EN

2014 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

6. október 2014 : Eigum von á þúsundum skólabarna í heimsókn

Að venju fær Sinfóníuhljómsveit Íslands til sín fjölda skólabarna í heimsókn á hverjum vetri og eru þessara heimsóknir hluti af öflugu fræðslustarfi Sinfóníunnar. Nú er von á yngstu nemendum grunnskólana og skólahópum úr leikskóla á tónleika í Hörpu á þriðjudag og miðvikudag til að hlýða á Ástarsögu úr fjöllunum. Þessi saga Guðrúnar Helgadóttur, sem byggir á arfleifð íslenskra þjóðsagna og ævintýra, verður nú flutt af Sinfóníuhljómsveit Íslands í nýjum sinfónískum búningi undir stjórn tónskáldsins, Guðna Franzsonar. Í tónlistinni dregur Guðni upp litríkar hljóðmyndir af dulúðugum, spennandi og tregafullum heimi tröllanna og við sögusteininn situr Egill Ólafsson sem flytur ævintýrið í tali og tónum á sinn óviðjafnanlega hátt. Til að skapa tröllunum rétta umgjörð í Eldborg verður kraftmiklum tröllamyndum Brians Pilkington varpað upp meðan á flutningi stendur.

Lesa meira

26. september 2014 : Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts leikur með SÍ

Samstarfsverkefni Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Skólahljómsveitar Árbæjar og Breiðholts hófst með heimsókn SÍ í Breiðholtsskóla síðasta vor.

Lesa meira
sinfo_harpa_listi

18. september 2014 : Hljóðprufur í Eldborg 

Í september unnu sérfræðingar frá Arup, hljóðhönnuðum Hörpu, að áframhaldandi hljóðprufum fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands. Fundin var ný grunnstilling fyrir hljómsveitina í Eldborg og tekin sú ákvörðun að þétta hljómsveitina á sviðinu til þess að auka frekar gæði hljómburðarins. Framvegis mun Sinfóníuhljómsveitin því leika á minna sviði, nema þegar stærri verk eru flutt sem krefjast meira umfangs.

 

 

Lesa meira

1. september 2014 : Fyrirlestur Árna Heimis 1. september  

Mánudagskvöldið 1. september stendur Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands fyrir fyrirlestri Árna Heimis Ingólfssonar. Í fyrirlestrinum sem hefst kl. 20 í Kaldalóni í Hörpu, stiklar Árni Heimir á stóru um sögu klassískrar tónlistar, sinfóníuformið og ólíkar leiðir til þess að njóta sígildrar tónlistar.Kynningin er sérstaklega ætluð þeim sem hafa lítil kynni haft af klassískri tónlist en hafa áhuga á að kynnast þeim töfrum sem hún býr yfir.  Lesa meira

25. ágúst 2014 : Hljómsveitinni ákaft fagnað á Proms

Sinfóníuhljómsveit Íslands lek á einni þekktustu og virtustu tónlistarhátíð heims, BBC Proms, í Royal Albert Hall í Lundúnum 22. ágúst sl. Sveit­in spilaði fyr­ir fullu húsi en sal­ur­inn tek­ur um 5000 manns. Á efn­is­skrá voru verk eft­ir Hauk Tóm­as­son, Jón Leifs, Schumann og Beet­ho­ven. Hljómsveitin lék tvö aukalög eftir mikil fagnaðarlæti gesta. Tónleikunum var útvarpað beint á Rás 1 og  BBC 3 og er hægt að nálgast upptökurnar á vefnum.

Lesa meira

20. ágúst 2014 : Sinfóníuhljómsveitin leikur á Proms 22. ágúst

Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur á BBC Proms-tónlistarhátíðinni undir stjórn Ilans Volkov. Tónleikarnir verða haldnir í Royal Albert Hall föstudaginn 22. ágúst nk. Það er mikill heiður fyrir Sinfóníuna að vera boðið að leika á Proms sem er án efa ein allra þekktasta og virtasta tónlistarhátíð heims. 


„Það ríkir mikil eftirvænting hjá hljómsveitinni enda langþráður draumur að rætast og greinilegt að margir hafa áhuga á því að heyra okkur og sjá, því það stefnir í að verða uppselt í Royal Albert Hall sem tekur rúmlega 5000 manns. Efnisskráin sem við munum leika er afar glæsileg og fjölbreytt og gefur okkur tækifæri á að sýna hvað í okkur býr. Þetta er líka heilmikil landkynning. Við leikum tvö íslensk verk, Magma eftir Hauk Tómasson og Geysi eftir Jón Leifs sem bæði lýsa íslenskum jarðhræringum í tónum. Nú er bara að vona að Bárðarbunga fari ekki að gjósa.“ Segir Arna Kristín Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. 
Lesa meira

16. ágúst 2014 : RÚV og SÍ styrkja samstarfið með nýjum samningi 

RÚV og Sinfóníuhljómsveit Íslands hafa gert með sér nýjan samstarfssamning þar sem tekið er höndum saman um að efla miðlun fjölbreyttrar tónlistar til þjóðarinnar en fyrri samningur rann út fyrir nokkrum árum. Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri og Arna Kristín Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands undirrituðu nýjan samstarfssamning fyrr í dag ásamt Þresti Helgasyni dagskrárstjóra Rásar 1 og Margréti Ragnarsdóttur, markaðs og kynningarstjóra  Sinfóníunnar. Rás 1 mun senda út um þrjátíu tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar í vetur, flesta í beinni útsendingu. RÚV mun leggja áherslu á að kynna tónlistina sem í boði verður með margbreytilegum og áhugaverðum hætti. Tónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar verða nú einnig aðgengilegir á vef ruv.is og stefnt er að því að hafa streymisútsendingar af tónleikum þar sem myndupptökum er miðlað samhliða hljóðrásinni. 


Lesa meira

4. júlí 2014 : Staða leiðara í víóludeild auglýst

Sinfóníuhljómsveit Íslands auglýsir  lausa til umsóknar stöðu leiðara í víóludeild frá og með starfsárinu  2014–15.


Hæfnispróf fer fram 2. október 2014  í Hörpu.


Einleiksverk:

1.  Fyrsti kafli & kadensa úr Hoffmeister eða Stamitz konsert

2. Fyrsti kafli úr einum af eftirfarandi konsertum: Bartók, Walton eða Hindemith – Der Schwanendreher.


Hljómsveitarpartar verða aðgengilegir þátttakendum að minnsta kosti tveimur vikum fyrir hæfnisprófdag. Þátttakendur fá senda á rafrænu formi hljómsveitarparta ásamt nánari upplýsingum um staðsetningu.


Umsóknarfrestur er til 30. júlí 2014.

Lesa meira

19. júní 2014 : Nýtt starfsár 2014/15  kynnt til leiks

Það er með stolti og tilhlökkun sem Sinfóníuhljómsveitin kynnir dagskrá næsta starfsárs í Hörpu. Að venju verður dagskráin afar fjölbreytt og spennandi og kemur hljómsveitin víða við. Boðið verður upp á litríka og spennandi blöndu af sígildum hljómsveitarverkum, einleikskonsertum, léttri klassík, kvikmyndatónlist og samtímatónlist, auk barna- og fjölskyldutónleika.

Framúrskarandi hljómsveitarstjórar, einleikarar og einsöngvarar koma fram með Sinfóníuhljómsveitinni. Þeirra á meðal eru Osmo Vänskä, Andrew Litton, Anna-Maria Helsing, Vladimir Ashkenazy, Rico Saccani, Pascal Rophé, Daníel Bjarnason,  Santtu-Matias Rouvali, Nicola Benedetti, Barnabás Kelemen, Víkingur Heiðar Ólafsson, Eva Þórarinsdóttir, Golda Schultz og Ólafur Kjartan Sigurðarson svo aðeins fáeinir séu nefndir.

Lesa meira

16. júní 2014 : Osmo Vänskä aðalgestastjórnandi næstu þrjú starfsár

Finnski hljómsveitarstjórinn Osmo Vänskä mun taka við stöðu aðalgestastjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands á starfsárinu 2014–15. Vänskä hefur stjórnað öllum helstu hljómsveitum heims og hefur verið aðalstjórnandi. Minnesota-hljómsveitarinnar frá árinu 2003. Hann hefur hlotið mikið lof fyrir starf sitt með þeirri sveit, hefur m.a. hljóðritað með henni allar sinfóníur Beethovens og um þann flutning sagði gagnrýnandi New York Times að þar væri komin „hin fullkomna Beethoven-túlkun okkar tíma“. Fyrr á þessu ári hlutu Vänskä og Minnesota-hljómsveitin Grammy-verðlaun fyrir hljóðritun sína á sinfóníum Sibeliusar.Vänskä hefur hljóðritað fyrir sænska forlagið BIS um áratugaskeið, meðal annars tvo hljómdiska með Sinfóníuhljómsveit Íslands sem hafa hlotið afbragðs dóma á heimsvísu.

Lesa meira