Fréttasafn
Fréttasafn (Síða 12)
Fyrirsagnalisti

Jólagleði Sinfóníuhljómsveitar Íslands
Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur í sína árlegu jólaferð um borg og bý fimmtudaginn 8. desember næstkomandi.
Lesa meira

Gjafakort Sinfóníunnar
Með gjafakorti Sinfóníuhljómsveitar Íslands geta tónlistarunnendur á öllum aldri valið tónleika úr dagskár Sinfóníunnar, t.d. hátíðlega Vínartónleika, Harry Potter kvikmyndatónleika, Carmina Burana eða hvað sem hæfir áhuga og smekk.

Laus staða: Umsjónarmaður nótna
Umsóknarfrestur er til og með 5. desember 2022.
Sinfóníuhljómsveit Íslands óskar eftir að ráða umsjónarmann nótna í fullt starf.
Lesa meira
Tónleikaferð til Bretlands 2023
Sinfóníuhljómsveit Íslands fer í tónleikaferð til Bretlands í apríl og heldur sjö tónleika undir stjórn Evu Ollikainen, aðalhljómsveitarstjóra sveitarinnar. Einleikari í ferðinni verður Stephen Hough, sem er jafnan talinn í hópi virtustu og fjölhæfustu píanóleikara samtímans.
Lesa meira
Listráð Ungsveitar SÍ
Fyrsti fundur nýstofnaðs listráðs ungmenna í Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands fór fram þriðjudaginn 25. október. Umræðuefni á fundinum var verkefnaval sveitarinnar að ári og fyrirkomulag prufuspila.
Lesa meira
Það er mikilvægt að segja sögu
Þó að Laufey sé ung að árum hefur hún heillað heimsbyggðina með lagasmíðum sem sameina bæði strauma úr jazzi og samtímadægurtónlist. Laufey hefur vakið mikla athygli, nú síðast þegar hún kom fram í sjónvarpsþættinum Jimmy Kimmel Live, og virt tónlistartímarit á borð við Rolling Stone hafa hælt henni á hvert reipi. Móðurafi Laufeyjar naut gríðarlegrar virðingar sem fiðlukennari í Kína á sinni tíð og móðir hennar er fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Lesa meira
Jólastund fyrir einstök börn
Sinfóníuhljómsveit Íslands býður nú í annað sinn upp á Jólastund fyrir einstök börn. Fjórar jólastundir fara fram dagana 6. og 7. desember þar sem hljómsveitin leikur vandaða jóladagskrá í Norðurljósum. Ásamt hljómsveitinni koma fram ballettdansarar úr Listdansskóla Íslands og Maxímús músíkús kemur í heimsókn. Hljómsveitarstjóri er Nathanel Iselin.
Lesa meira
Norræn ráðstefna sinfóníuhljómsveita
Dagana 28.-30. september verður haldin í Hörpu árleg ráðstefna framkvæmdastjóra og helstu stjórnenda sinfóníuhljómsveita á Norðurlöndum. Sinfóníuhljómsveit Íslands er gestgjafi að þessu sinni en ráðstefnan er nú haldin í fertugasta og fimmta skipti.
Lesa meira

Minningarorð um Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur
Við kveðjum í dag yndislega samstarfskonu og framúrskarandi listamann. Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari lék með Sinfóníuhljómsveit Íslands frá árinu 1985 og var fastráðin við hljómsveitina frá árinu 2005.
Lesa meira
Skrifstofa SÍ lokuð frá kl. 13:00
Skrifstofa Sinfóníuhljómsveitar Íslands er lokuð í dag, 22. september frá kl. 13 vegna útfarar Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur, pínaóleikara.
Lesa meira