Fréttasafn
Fréttasafn (Síða 11)
Fyrirsagnalisti

Nýr safndiskur með Hallfríði Ólafsdóttur og Sinfóníuhljómsveit Íslands
Út er kominn nýr tvöfaldur safndiskur með Sinfóníuhljómsveit Íslands þar sem Hallfríður Ólafsdóttir er í einleikshlutverkinu. Diskurinn hefur að geyma ellefu fjölbreytt verk frá ýmsum tímum þar sem flautan er í öndvegi.
Lesa meira
Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2023 – viltu taka þátt?
Prufuspil fyrir þátttöku í Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2023 verða haldin í Hörpu 27., 28., og 29. mars næstkomandi. Umsókn um þátttöku í prufuspilinu er opin öllum tónlistarnemendum sem lokið hafa miðprófi.
Lesa meira
Hljómsveitarstjóra-akademía með Evu Ollikainen
Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur nú í þriðja sinn námskeið í Hljómsveitarstjóra-akademíu SÍ undir stjórn og leiðsögn Evu Ollikainen aðalhljómsveitarstjóra. Akademían er fyrst og fremst vettvangur fyrir unga og efnilega tónlistarnema sem lokið hafa miðprófi hið minnsta í hljóðfæraleik eða söng. Mikill fjöldi umsókna barst að þessu sinni og hafa 7 nýnemar verið teknir inn í Akademíuna og aðrir 5 halda áfram frá fyrra ári.
Lesa meira
Þrír sigurvegarar í keppni ungra einleikar 2023
Seinni umferð Ungra einleikara 2023 lauk nú í janúar en keppnin var nú haldin í tuttugasta sinn. Ungir einleikarar er samstarfsverkefni LHÍ og Sinfóníuhljómsveitar Íslands en sigurvegarar keppninnar fá tækifæri til þess að flytja einleik á Eldborgarsviði Hörpu ásamt Sinfóníuhljómsveitinni.
Lesa meira
Sir Stephen Hough tekinn tali
„Ég hlakka mikið til að koma til ykkar – ég spila bæði Beethoven í janúar og Rakhmanínov í febrúar, svo spila ég einleikstónleika, les upp úr bókinni minni og spjalla – það verða allir orðnir dauðleiðir á mér í lok starfsársins!“ segir Stephen Hough af sinni alkunnu hógværð og hlær þegar veturinn framundan er færður í tal, en Hough er Listamaður í samstarfi hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands á starfsárinu.
Lesa meira
Eldri borgarar á lokaæfingu
Við tókum á móti liðlega 1000 eldri borgurum víðsvegar af höfuðborgarsvæðinu á lokaæfingu fyrir Vínartónleika hljómsveitarinnar. Leikin var Vínartónlist og dúettar í flutningi Dísellu Lárusdóttur og Jóhanns Kristinsonar auk þess sem dansarar stigu á svið. Frá árinu 2012 hefur eldri borgurum reglulega verið boðið á lokaæfingu fyrir tónleikana sem nýtur alltaf jafn mikilla vinsælda.
Lesa meira

Breytingar á flytjendum á Vínartónleikum 2023
Söngkonan Dísella Lárusdóttir stígur á svið á Vínartónleikum hljómsveitarinnar ásamt Jóhanni Kristinssyni. Af óviðráðanlegum orsökum getur Álfheiður Erla Guðmundsdóttir ekki komið fram eins og til stóð.
Lesa meira

Harry Potter kvikmyndatónleikar
Í mars heldur Sinfóníuhljómsveit Íslands bíótónleika þar sem kvikmyndin Harry Potter og leyniklefinn™ verður sýnd í Eldborg við lifandi tónlistarflutning hljómsveitarinnar. Alls verða fjórar sýningar; 22., 23. og 24. mars kl. 19.00 og 25. mars kl. 14.00.
Miða á tónleikana má kaupa hér á vefnum og í miðasölu Hörpu. Hægt er að fá miðana afhenta í töfrandi gjafaumbúðum í miðasölu Hörpu – Tilvalin gjöf!
Lesa meira
Jólastundir fyrir einstök börn
Í vikunni hélt Sinfóníuhljómsveit Íslands jólastundir fyrir einstök börn. Jólastundirnar voru fjórar talsins þar sem hljómsveitin spilaði fyrir nemendur úr Klettaskóla, Arnarskóla, Hlíðaskóla, leikskólanum Sólborg, skóladeild Laufásborgar og fyrir skjólstæðinga Blindrafélagsins.
Lesa meira